Kalkúnabringa með villisveppaskel og sósu

Ljúffeng kalkúnabringa með stökkri villisveppaskel og villisveppasósu.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Kalkúnabringa
 1 stk kalkúnabringa
 3 tsk villibráðakraftur frá OSCAR
 ólífuolía
 salt og pipar
 250 g smjör
 1 stk skalottlaukur
 1 stk sítróna
 1 stk mandarína
 Þurrkaðar kryddjurtir eins og tímían og rósmarín
Villisveppaskel
 300 g smjör
 1 tsk villibráðakraftur frá OSCAR
 80 g þurrkaðir villisveppirmuldir
 1 stk sítrónasafinn
 8 dl brauðrasp
 1 salt og pipar
Villisveppasósa
 500 g blandaðir villisveppir
 3 msk smjör
 1 stk skalottlaukur
 3 stk hvítlauksrif
 3 msk hlynsíróp frá Rapunzel
 2 tsk villibráðakraftur frá OSCARmagn eftir smekk
 200 ml rauðvín
 500 ml rjómi
 salt og pipar
 2 dl kalkúnasoðmagn eftir smekk
 Ferskt rósmarín og timían

Leiðbeiningar

Kalkúnabringa
1

Veltið kalkúnabringu upp úr ólífuolíu, salti og pipar.

2

Setjið vatn 500 ml af vatni í eldfast mót ásamt 3 tsk af villibráðakraft og hrærið saman.

3

Setjið kalkúnabringuna í eldfasta mótið ásamt lauk, sítrusávöxtum og kryddjurtum. Kryddið vel með kalkúnakryddi eða öðru kryddi. Setjið smjör teninga yfir í lokin.

4

Eldið við vægan hita eða 100°c í um 1½ – 2 klst þar til kalkúnabringan nær 60° gráðum í kjarnhita, þá er hún tekin út og sett í nýtt eldfast mót eða safinn tekinn af og villisveppaskel sett yfir. Gott er að geyma soðið fyrir sósuna.

5

Kalkúnabringan fer þá aftur í ofninn við 180° í um 20-30 mínútur þar til hún hefur náð 68°. Þá er hún tekin út og látin standa þar til kjarnhitinn hefur náð 72°.

Villisveppaskel
6

Þeytið smjörið og myljið villisveppi í blandara, blandið öllu saman í matvinnsluvél eða hrærivél.

7

Setjið á smjörpappír og annan smjörpappír yfir og fletjið út.

8

Gott er að kæla vel og skera í rétta stærð og leggja á kalkúnabringuna áður en hún fer í ofninn í seinna skiptið.

Villisveppasósa
9

Steikið sveppi upp úr smjöri, bætið lauk út á pönnuna ásamt hvítlauk. Þegar sveppirnir eru orðnir vel brúnir er gott að bæta við sírópi.

10

Hellið rauðvíni yfir og sjóðið niður, bætið krafti og rjóma út í og látið malla.

11

Gott er að hella soðinu af kalkúninum út í sósuna og láta malla.

12

Smakkið til með krafti, salti og pipar.


Uppskrift eftir Vigdísi.

SharePostSave

Hráefni

Kalkúnabringa
 1 stk kalkúnabringa
 3 tsk villibráðakraftur frá OSCAR
 ólífuolía
 salt og pipar
 250 g smjör
 1 stk skalottlaukur
 1 stk sítróna
 1 stk mandarína
 Þurrkaðar kryddjurtir eins og tímían og rósmarín
Villisveppaskel
 300 g smjör
 1 tsk villibráðakraftur frá OSCAR
 80 g þurrkaðir villisveppirmuldir
 1 stk sítrónasafinn
 8 dl brauðrasp
 1 salt og pipar
Villisveppasósa
 500 g blandaðir villisveppir
 3 msk smjör
 1 stk skalottlaukur
 3 stk hvítlauksrif
 3 msk hlynsíróp frá Rapunzel
 2 tsk villibráðakraftur frá OSCARmagn eftir smekk
 200 ml rauðvín
 500 ml rjómi
 salt og pipar
 2 dl kalkúnasoðmagn eftir smekk
 Ferskt rósmarín og timían
Kalkúnabringa með villisveppaskel og sósu

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…