Ljúffeng kalkúnabringa með stökkri villisveppaskel og villisveppasósu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Veltið kalkúnabringu upp úr ólífuolíu, salti og pipar.
Setjið vatn 500 ml af vatni í eldfast mót ásamt 3 tsk af villibráðakraft og hrærið saman.
Setjið kalkúnabringuna í eldfasta mótið ásamt lauk, sítrusávöxtum og kryddjurtum. Kryddið vel með kalkúnakryddi eða öðru kryddi. Setjið smjör teninga yfir í lokin.
Eldið við vægan hita eða 100°c í um 1½ – 2 klst þar til kalkúnabringan nær 60° gráðum í kjarnhita, þá er hún tekin út og sett í nýtt eldfast mót eða safinn tekinn af og villisveppaskel sett yfir. Gott er að geyma soðið fyrir sósuna.
Kalkúnabringan fer þá aftur í ofninn við 180° í um 20-30 mínútur þar til hún hefur náð 68°. Þá er hún tekin út og látin standa þar til kjarnhitinn hefur náð 72°.
Þeytið smjörið og myljið villisveppi í blandara, blandið öllu saman í matvinnsluvél eða hrærivél.
Setjið á smjörpappír og annan smjörpappír yfir og fletjið út.
Gott er að kæla vel og skera í rétta stærð og leggja á kalkúnabringuna áður en hún fer í ofninn í seinna skiptið.
Steikið sveppi upp úr smjöri, bætið lauk út á pönnuna ásamt hvítlauk. Þegar sveppirnir eru orðnir vel brúnir er gott að bæta við sírópi.
Hellið rauðvíni yfir og sjóðið niður, bætið krafti og rjóma út í og látið malla.
Gott er að hella soðinu af kalkúninum út í sósuna og láta malla.
Smakkið til með krafti, salti og pipar.
Uppskrift eftir Vigdísi.
Hráefni
Leiðbeiningar
Veltið kalkúnabringu upp úr ólífuolíu, salti og pipar.
Setjið vatn 500 ml af vatni í eldfast mót ásamt 3 tsk af villibráðakraft og hrærið saman.
Setjið kalkúnabringuna í eldfasta mótið ásamt lauk, sítrusávöxtum og kryddjurtum. Kryddið vel með kalkúnakryddi eða öðru kryddi. Setjið smjör teninga yfir í lokin.
Eldið við vægan hita eða 100°c í um 1½ – 2 klst þar til kalkúnabringan nær 60° gráðum í kjarnhita, þá er hún tekin út og sett í nýtt eldfast mót eða safinn tekinn af og villisveppaskel sett yfir. Gott er að geyma soðið fyrir sósuna.
Kalkúnabringan fer þá aftur í ofninn við 180° í um 20-30 mínútur þar til hún hefur náð 68°. Þá er hún tekin út og látin standa þar til kjarnhitinn hefur náð 72°.
Þeytið smjörið og myljið villisveppi í blandara, blandið öllu saman í matvinnsluvél eða hrærivél.
Setjið á smjörpappír og annan smjörpappír yfir og fletjið út.
Gott er að kæla vel og skera í rétta stærð og leggja á kalkúnabringuna áður en hún fer í ofninn í seinna skiptið.
Steikið sveppi upp úr smjöri, bætið lauk út á pönnuna ásamt hvítlauk. Þegar sveppirnir eru orðnir vel brúnir er gott að bæta við sírópi.
Hellið rauðvíni yfir og sjóðið niður, bætið krafti og rjóma út í og látið malla.
Gott er að hella soðinu af kalkúninum út í sósuna og láta malla.
Smakkið til með krafti, salti og pipar.