Print Options:








Kálfa parmigiana

Magn1 skammturTími í undirbúning40 minsTími í eldun30 minsTotal Time1 hr 10 mins

Alvöru kálfa parmigiana með tómatpastasósu og spaghetti.

 1 kíló Ekro kálfa ribeye
 1 dl hveiti
 3 -4 egg
 3 dl brauðraspur
 2 dl rifinn Parmareggio parmesan ostur
 15 g fersk basilika
 15 g fersk flatblaðasteinselja
 salt og pipar
 3 ferskar mozzarella kúlur (samtals 360 g)
 ca. ¾ dl Filippo Berio ólífuolía
 1-2 msk smjör
 500 g De Cecco spaghettí
Pastasósa
 4-5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt
 2 meðalstórir laukar, saxaðir smátt
 2-3 msk Filippo Berio ólífuolía
 1 dós Hunt’s garlic saxaðir tómatar (411 g)
 2 dósir Hunt’s basil, garlic & oregano saxaðir tómatar
 3 msk Hunt’s tómatpaste
 2 msk balsamedik
 1 msk oregano
 salt og pipar
1

Kjötið er látið þiðna í ísskáp í minnst einn sólarhring. Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp og látið ná stofuhita.

2

Pastasósa er útbúin með því að ólífuolía er hituð í potti og laukurinn steiktur í nokkrar mínútur þar til hann verður mjúkur. Þá er hvítlauki bætt út í og steikt í smá stund til viðbótar. Því næst er tómötum, tómatpaste og balsamediki bætt út í ásamt kryddum og sósan látin malla í allavega 20-30 mínútur. Smökkuð til með kryddum.

3

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita.

4

Kjötið er skorið í fremur þunnar sneiðar sem eru snyrtar og barðar þunnar með kjöthamri. Hveiti er sett í skál. Eggin brotin og sett í aðra skál, pískuð létt saman. Í þriðju skálina er blandað vel saman brauðraspi, ca. ½ af parmesan ostinum, smátt saxaðri basiliku og flatblaðasteinselju, kryddað með salti og pipar. Kjötsneiðunum er nú velt upp úr hveiti (umfram hveiti bankað af), eggjablöndunni og loks brauðraspinum. Hluti af olíunni og smjörinu er hitað á pönnu og nokkrar kjötsneiðar í einu steiktar á fremur háum hita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt).

5

Ólífuolíu og smjöri bætt við út á pönnuna við þörfum og þess gætt að fitan sé heit þegar kjötið fer á pönnuna. Kjötsneiðunum er raðað á ofnplötu.

6

Dálítið af pastasósu er dreift á hverja kjötsneið (ekki of mikið svo að raspurinn haldist stökkur).

7

Því næst er mozzarella osturinn skorin í sneiðar og þeim raðað yfir kjötsneiðarnar. Að lokum er restinni af parmesan ostinum dreift yfir.

8

Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 10 mínútur. Borið fram með spaghettí og afganginum af pastasósunni.

Nutrition Facts

Serving Size 6