fbpx

Kjúklingabringur með jarðarberjum og BBQ sósu

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 kjúklingabringur
 1/2 lítill rauðlaukur smátt skorinn
 2 msk. ólífuolía
 1 bolli Hunts BBQ sósa
 2 msk púðursykur
 2 msk balsamikedik
 2 msk hunang
 8-10 stk fersk jarðarber
 1 dl rjómi
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita ofninn á 190 C°blástur

2

Skerið svo bringurnar þvert fyrir miðju þannig að úr verði tvær þunnar bringur úr einni

3

Hitið olíu á pönnu og steikjið bringurnar þar til er komin smá gylling á þær, þurfa ekki að stikna í gegn, saltið þær og piprið

4

Takið bringurnar af pönnuni og setjið í eldfast mót

5

Steikjið svo smátt skorinn laukinn upp úr sömu olíu og kjúklinginn og saltið létt yfir

6

Hellið svo BBQ sósunni, balsamikedikinu, púðursykrinum og hunanginu út á og lækkið undir

7

Leyfið sósunni að þykkna og bætið þá við 1 dl rjóma

8

Sjóðið í nokkrar mínútur og hellið svo yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu

9

Stingið í ofn í 25 mínútur

10

Skerið niður jarðarberin í þunnar skífur

11

Þegar rétturinn er til úr ofninum eru jarðaberin sett út á hann heitann og hrært saman við

12

Berið fram með Kartöflumús eða frönskum eða cous cous og fersku salati


uppskriftin kemur frá PAZ.IS

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 kjúklingabringur
 1/2 lítill rauðlaukur smátt skorinn
 2 msk. ólífuolía
 1 bolli Hunts BBQ sósa
 2 msk púðursykur
 2 msk balsamikedik
 2 msk hunang
 8-10 stk fersk jarðarber
 1 dl rjómi
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita ofninn á 190 C°blástur

2

Skerið svo bringurnar þvert fyrir miðju þannig að úr verði tvær þunnar bringur úr einni

3

Hitið olíu á pönnu og steikjið bringurnar þar til er komin smá gylling á þær, þurfa ekki að stikna í gegn, saltið þær og piprið

4

Takið bringurnar af pönnuni og setjið í eldfast mót

5

Steikjið svo smátt skorinn laukinn upp úr sömu olíu og kjúklinginn og saltið létt yfir

6

Hellið svo BBQ sósunni, balsamikedikinu, púðursykrinum og hunanginu út á og lækkið undir

7

Leyfið sósunni að þykkna og bætið þá við 1 dl rjóma

8

Sjóðið í nokkrar mínútur og hellið svo yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu

9

Stingið í ofn í 25 mínútur

10

Skerið niður jarðarberin í þunnar skífur

11

Þegar rétturinn er til úr ofninum eru jarðaberin sett út á hann heitann og hrært saman við

12

Berið fram með Kartöflumús eða frönskum eða cous cous og fersku salati

Kjúklingabringur með jarðarberjum og BBQ sósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…