fbpx

Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum

Jólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk lítill haus brokkólí
 ¼ stk rauðkál
 2 dl trönuber
 2 dl lífrænar brotnar kasjúhnetur frá Rapunzel
 2 tsk dijon sinnep
 3 tsk balsamik edik
 4 tsk olífuolia
 4 tsk agave
 himalayasalt eða jurtasalt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skera rauðkálið niður í örþunna strimla og stytta þá svo niður í þægilega munnbitalengd. Komið rauðkálinu fyrir í skál og stráið hnífsoddi af himalayasalti yfir og nokkrum dropum af ólífuolíu og nuddið rauðkálið í stutta stund og finnið hvernig það mýkist.

2

Skolið og skerið brokkólíið í litla bita og bætið útí skálina með rauðlkálinu ásamt trönuberjum.

3

Ristið kasjúhneturnar á þurri pönnu í örfáar mínútur og bætið útí skálina.

4

Útbúið dressingu með því að hræra saman sinnepi, agavesírópi, ólífuolíu og balsamik ediki. Hellið dressingunni yfir salatið og blandið vel.


DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk lítill haus brokkólí
 ¼ stk rauðkál
 2 dl trönuber
 2 dl lífrænar brotnar kasjúhnetur frá Rapunzel
 2 tsk dijon sinnep
 3 tsk balsamik edik
 4 tsk olífuolia
 4 tsk agave
 himalayasalt eða jurtasalt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skera rauðkálið niður í örþunna strimla og stytta þá svo niður í þægilega munnbitalengd. Komið rauðkálinu fyrir í skál og stráið hnífsoddi af himalayasalti yfir og nokkrum dropum af ólífuolíu og nuddið rauðkálið í stutta stund og finnið hvernig það mýkist.

2

Skolið og skerið brokkólíið í litla bita og bætið útí skálina með rauðlkálinu ásamt trönuberjum.

3

Ristið kasjúhneturnar á þurri pönnu í örfáar mínútur og bætið útí skálina.

4

Útbúið dressingu með því að hræra saman sinnepi, agavesírópi, ólífuolíu og balsamik ediki. Hellið dressingunni yfir salatið og blandið vel.

Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…