Það er fátt jólalegra en epli og kanill en þetta samband hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Allra handa eplakökur eru fljótar að rjúka út á mínu heimili og þessi er engin undantekning. Þrátt fyrir að vera formkaka er hún dúnmjúk og kryddbragðið passar fullkomlega með eplunum. Það er nefnilega eplasafinn sem á stóran þátt í að gera hana mjúka og djúsí og gefur auðvitað ennþá betra eplabragð. Ég dustaði yfir hana flórsykri en því má auðvitað sleppa og setja jafnvel eitthvert krem en mér fannst hún bara svo góð svona eins og sér og ákvað að leyfa henni að njóta sín einni og sér.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að hita ofninn í 175°C blástur. Smyrjið kringlótt formkökuform mjög vel að innan og dustið hveiti yfir.
Afhýðið eplin og rífið á rifjárni, setjið til hliðar.
Setjið öll þurrefnin saman í skál, blandið þeim saman með písk eða gaffli og setjið til hliðar.
Þeytið saman egg og sykur með káinu á hrærivélinni, bætið þá út í olíunni, vanilludropunum og grísku jógúrtunni og hrærið saman við.
Setjið þá helminginn af þurrefnunum út í og hrærið á rólegum hraða. Þá hellið þið eplasafanum saman við og klárið að hella þurrefnunum út í. Munið að skafa niður á milli. Hrærið aðeins áfram þar til deigið er samlagað.
Setjið þá eplin saman við með sleikju og setjið deigið í formið.
Bakið í 35-40 mín. Kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn upp.
Uppskrift eftir Völlu Gröndal
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að hita ofninn í 175°C blástur. Smyrjið kringlótt formkökuform mjög vel að innan og dustið hveiti yfir.
Afhýðið eplin og rífið á rifjárni, setjið til hliðar.
Setjið öll þurrefnin saman í skál, blandið þeim saman með písk eða gaffli og setjið til hliðar.
Þeytið saman egg og sykur með káinu á hrærivélinni, bætið þá út í olíunni, vanilludropunum og grísku jógúrtunni og hrærið saman við.
Setjið þá helminginn af þurrefnunum út í og hrærið á rólegum hraða. Þá hellið þið eplasafanum saman við og klárið að hella þurrefnunum út í. Munið að skafa niður á milli. Hrærið aðeins áfram þar til deigið er samlagað.
Setjið þá eplin saman við með sleikju og setjið deigið í formið.
Bakið í 35-40 mín. Kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn upp.