Þessi jólaís með Daimkúlum er einstaklega góður! Hann er léttur í sér og stökkar Daimkúlurnar gefa honum skemmtilega áferð. Ekki skemmir undursamleg, heit karamellusósa fyrir. Það er mjög hentugt að hvolfa heimatilbúnum ís úr formkökuformi því það er gott að skera hann þannig í sneiðar sem henta hverjum og einum.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Þeytið eggjarauður og púðursykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Daimkúlum saman við.
Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við rjómablönduna.
Plastið formkökuform og hellið ísblöndunni þar ofan í, frystið yfir nótt (eða að lágmarki í 4 klukkustundir).
Takið ístertuna úr forminu þegar það á að bera hana fram og berið fram með karamellusósu, Daimkúlum og berjum.
Bræðið karamellur og rjóma saman í potti þar til slétt karamellusósa hefur myndast, leyfið hitanum að rjúka úr sósunni áður en hún er notuð á ísinn.
Berið fram með ísnum ásamt ferskum berjum og Daimkúlum.
Uppskrift eftir Berglindi á Gotterí.
Hráefni
Leiðbeiningar
Þeytið eggjarauður og púðursykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Daimkúlum saman við.
Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við rjómablönduna.
Plastið formkökuform og hellið ísblöndunni þar ofan í, frystið yfir nótt (eða að lágmarki í 4 klukkustundir).
Takið ístertuna úr forminu þegar það á að bera hana fram og berið fram með karamellusósu, Daimkúlum og berjum.
Bræðið karamellur og rjóma saman í potti þar til slétt karamellusósa hefur myndast, leyfið hitanum að rjúka úr sósunni áður en hún er notuð á ísinn.
Berið fram með ísnum ásamt ferskum berjum og Daimkúlum.