Print Options:








Jólaís í hátíðabúningi með núggat súkkulaðisósu – Vegan

Magn1 skammtur

Það jafnast fátt á við heimagerðan ís á jólunum. Valla á grgs.is er hér með hátíðlega uppskrift af vegan jólaís. Verður þetta jólaísinn á þínu heimili?

Jólaís
 250 ml Oatly VISP þeytirjómi + 2 msk
 2 stk Nirwana núggat súkkulaðiplötur frá Rapunzel
 ½ tsk ekta vanillukorn frá Rapunzel
 2 msk hlynsíróp
 ¼ tsk himalaya salt
 2 tsk vanilludropar
Heit núggat-súkkulaðisósa
 1 stk Nirwana núggatsúkkulaði frá Rapunzel
 23 msk Oatly VISP þeytirjómi
 ½ tsk hlynsíróp
Jólaís
1

Byrjið á því að saxa aðra súkkulaðiplötuna smátt og setjið til hliðar. Brjótið hina niður í bita og bræðið yfir vatnsbaði ásamt 2 msk af Oatly VISP, vanillukornum, hlynsírópi, salti og vanilludropum.

2

Stífþeytið 250ml Oatly VISP hafrarjóma. Þegar súkkulaðiblandan er bráðin saman og slétt og samfelld blandið henni þá varlega saman við þeytta Oatly rjómann með sleikju, setjið saxaða súkkulaðið varlega saman við með sleikjunni.

3

Setjð ísblönduna í box sem þolir frost. Lokið þétt svo komist ekki loft að. Takið ísinn út eftir 30 mín og hrærið upp í honum. Endurtakið þetta svona 3-4, að hræra upp í ísnum á 30 mín fresti. Þannig verður hann mýkri og ískristallar myndast síður.

4

Takið ísinn svo út með smá fyrirvara, skafið kúlur og berið fram með heitri súkkulaði núggat sósunni. Einnig er hægt að setja ísinn í fallegt kökuform og bera fram á diski.

Núggat súkkulaðisósa
5

Brjótið súkkulaðið í bita og bræðið yfir vatnsbaði með rjómanum og hlynsírópinu. Athugið að sósan þykknar talsvert þegar hún kólnar. Berið fram volga með ísnum.