Print Options:








Jóladessert með kanilkexbotni og karamellu

Magn1 skammtur

Einfaldur jóladessert með grískri jógúrt, kanilkexbotni og karamellu.

Botn
 1 1/2 pakki LU kex með kanilbragði
 150 g smjör, brætt
Fylling
 1 stór dós (500 g) Grísk jógúrt með ferskjum og ástaraldin
 250 ml rjómi
 1 msk vanillusykur
 1 lítil dós (200 g) skyr með vanillubragði
Karamellusósa
 3 dl rjómi
 3 msk síróp frá Rapunzel
 150 gr púðursykur
 1 tsk vanilludropar
 40 g smjör
1

Myljið kexið.

2

Bræðið smjörið og blandið saman við mulið kexið. Setjið í form og látið í kæli á meðan þið gerið fyllinguna.

3

Þeytið rjómann og bætið grískri jógúrt, skyri og vanillusykri saman við. Setjið á kexbotninn og látið aftur í kæli.

4

Látið öll hráefni fyrir karamellusósuna í pott og látið malla í 15 mínútur eða þar til blandan er farin að þykkna. Kælið áður en kremið er set á.

5

Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Nutrition Facts

Serving Size 6-8