Nýi uppáhalds kokteillinn minn! Vá vá vá, hvað hann er bragðgóður og jólalegur með góðri froðu. Cointreu, möndlulíkjör, trönuberjasafi, sykursóp, lime og eggjahvíta. Geggjað að skála í þessum yfir hátíðirnar.
Hellið trönuberjasafa, Countreau, Amaretto, sykursírópi, limesafa og eggjahvítu í hristara og hristið í 10-15 sekúndur.
Bætið klökum saman við og hristið aftur í 10-15 sekúndur.
Hellið í falleg glös í gegnum sigti.
Þræðið kirsuber á pinna og skreytið glasið. Njótið vel.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki