Þessi jarðarberja ostakaka er undursamleg! Súkkulaðihjúpuð jarðarbern á toppnum eru auðvitað punkturinn yfir I-ið.
![](https://gerumdaginngirnilegan.is/wp-content/uploads/2025/02/Jardarberja-ostakaka-9.jpg)
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið kexið í blandara/matvinnsluvél þar til áferðin minnir á sand.
Blandið smjörinu saman við og takið til 20 cm smelluform.
Setjið bökunarpappír í botninn og spreyið formið að innan með matarolíu spreyi.
Hellið kexblöndunni í botninn og þjappið niður og aðeins upp kantana.
Kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.
Leggið gelatínblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur þar til þau mýkjast.
Sjóðið þá 50 ml af vatni og vindið þau saman við þegar suðan er komin upp, hrærið þar til þau eru öll uppleyst og takið af hellunni. Leyfið að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið
Þeytið saman rjómaost, sykur, flórsykur og vanillusykur.
Blandið maukuðum jarðarberjum saman við og því næst gelatínblöndunni í mjórri bunu og hrærið hægt saman á meðan.
Að lokum má vefja þeytta rjómanum saman við með sleikju og síðan hella fyllingunni ofan á kexbotninn og slétta úr.
Kælið í að minnsta kosti 3 klst eða yfir nótt áður en þið skreytið með jarðarberjum.
Skerið neðan af jarðarberjunum svo þau fái sléttan botn.
Raðið yfir alla kökuna svo þau þeki hana vel.
Bræðið súkkulaðið og setjið yfir jarðarberin.
Geymið kökuna í kæli fram að notkun.
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið kexið í blandara/matvinnsluvél þar til áferðin minnir á sand.
Blandið smjörinu saman við og takið til 20 cm smelluform.
Setjið bökunarpappír í botninn og spreyið formið að innan með matarolíu spreyi.
Hellið kexblöndunni í botninn og þjappið niður og aðeins upp kantana.
Kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.
Leggið gelatínblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur þar til þau mýkjast.
Sjóðið þá 50 ml af vatni og vindið þau saman við þegar suðan er komin upp, hrærið þar til þau eru öll uppleyst og takið af hellunni. Leyfið að ná stofuhita á meðan annað er undirbúið
Þeytið saman rjómaost, sykur, flórsykur og vanillusykur.
Blandið maukuðum jarðarberjum saman við og því næst gelatínblöndunni í mjórri bunu og hrærið hægt saman á meðan.
Að lokum má vefja þeytta rjómanum saman við með sleikju og síðan hella fyllingunni ofan á kexbotninn og slétta úr.
Kælið í að minnsta kosti 3 klst eða yfir nótt áður en þið skreytið með jarðarberjum.
Skerið neðan af jarðarberjunum svo þau fái sléttan botn.
Raðið yfir alla kökuna svo þau þeki hana vel.
Bræðið súkkulaðið og setjið yfir jarðarberin.
Geymið kökuna í kæli fram að notkun.