Jarðarberja- og basil margarita

Þetta er klárlega sumarkokteillinn í ár!  Ferskur, litríkur og ómótstæðilega góður drykkur.. Fullkominn í sumarsólinni, í garðpartíum eða á björtum sumarkvöldum með góðu fólki. Blanda af sætum jarðarberjum, basilíku og klassísku margaritu bragði en samt svo mikið betri en venjuleg margarita 

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 60 ml Tequila
 30 ml safi úr lime
 30 ml Cointreau
 1 tsk hunang
 5 stk Driscolls jarðarber, skorin í tvennt
 4 stk fersk basílikulauf
 klakar
Fyrir glasbrúnina
 Gróft salt
 Lime til að bleyta glasið

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að væta glasbrúnina með lime báti og dýfið í salt ef þið viljið saltkant.

2

Setjið jarðarber og basil í kokteilhristara og maukið létt með muddleri eða skeið.

3

Bætið við tequila, Cointreau, safa úr lime, og hunangi. Fyllið með klökum og hristið vel í um 15 sekúndur.

4

Hellið í glas í gegnum sigti og bætið klökum út í. 

5

Skreytið með basiliku og njótið.

SharePostSave

Hráefni

 60 ml Tequila
 30 ml safi úr lime
 30 ml Cointreau
 1 tsk hunang
 5 stk Driscolls jarðarber, skorin í tvennt
 4 stk fersk basílikulauf
 klakar
Fyrir glasbrúnina
 Gróft salt
 Lime til að bleyta glasið
Jarðarberja- og basil margarita

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
MargaritaMargarita, drottning samkvæmislífsins. Þessi fyrirsögn gæti sem best átt við sjálfan kokteilinn sem hér er til umfjöllunar, enda er Margarita…
blank
MYNDBAND
Pornstar MartiniUpplifðu suðræna bragðsprengju með þessum klassíska kokteil! Pornstar Martini með Passoã líkjöri sem sameinar ferskleika og sætleika í fullkomnu jafnvægi.