Print Options:








Jarðarberja jólasveinar

Magn1 skammtur

Það verður varla meira sætt enn þessir krúttlegu jarðarberja jólasveinar með rjómaostakremi.

 400 g Driscolls jarðarber
 Driscolls bláber
 1 pakki OREO kex
 50 g dökkt súkkulaði
 1 dós jólajógúrt
 200 g Philadelphia rjómaostur
 0,50 dl rjómi
 0,50 dl flórsykur
1

Hrærið saman rjómaost, rjóma og flórsykri og setjið í sitthvorn sprautupokann einn með stórum stjörnustút og öðrum með litlum.

2

Bræðið þá 50 g dökkt súkkulaði og skerið neðan af stóru jarðarberjunum og dýfið ofan í. Notið súkkulaðið til að festa jarðarberið við oreo kexið og sama með bláberin tvo á fyrir sitthvorn fótinn. Leyfið að þorna í 2-3 mín en þá takið þið stærri sprautustútinn og sprautið skeggið, opnið lokið á jólajógúrtinni og náið í tvær súkkulaðikúlur fyrir augu og þessar ílöngu fyrir nef.

3

Takið þá annað jarðarber helst lítið og skerið neðan af því sem hatt, tyllið hattinum á, takið þá minni sprautustútinn og sprautið meðfram hattinum hans. Þá er kallinn klár.

4

Þetta er ótrúlega skemmtilegt og einfalt, kallarnir geymast vel í kæli en mæli með að þeir séu borðaðir samdægurs.