Print Options:








Jarðaberja sítrónuostakaka

Magn1 skammtur

Fersk og góð jarðaberja sítrónuostakaka.

Botn
 2 pakkar Oreo kex
 85 gr smjör brætt
 Börkur af 1 stk sítrónu
 Hnífsoddur salt
Karamellusósa
 1 dl púðursykur
 2 tsk smjör
 ½ dl rjómi
Jarðaberjafylling
 400 gr Philadelphia rjómaostur
 2 dl flórsykur
 Safi úr 1 stk sítrónu
 200 gr hvítt Toblerone súkkulaði brætt
 400 gr fersk jarðaber
 250 gr rjómi þeyttur
Botn
1

Myljið Oreo kex í matvinnsuvél eða blandara.

2

Bræðið smjörið, rífið sítrónubörk yfir og blandið saman ásamt salti.

3

Sett í form sem er klætt bökunarpappír eða filmu og þrýstið botninum jafnt niður. Kælið.

Karamellusósa
4

Púðursykur, smjör og rjómi er sett í pott og soðið í 2 mínútur.

5

Leyfið karamellunni að kólna í smá stund.

6

Karamellunni er síðan hellt yfir Oreobotninn.

Jarðaberjafylling
7

Hrærið upp Philadelphía rjómaostinn ásamt flórsykri.

8

Bætið sítrónusafanum saman við.

9

Bræðið Toblerone hvítt súkkulaði og blandið saman við rjómaostinn.

10

Skolið og skerið jarðaberin í litla bita, bætið saman við.

11

Þeytið rjómann og bætið varlega saman við

12

Kælið vel áður en kakan er borin fram.

13

Skeytt með jarðaberjum, má líka rífa hvitt súkkulaði yfir kökuna.