Ljúffengur og fallegur eftirréttur.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið dökka súkkulaðið. Ég bræddi í skál og hellti svo ákveðnu magni í einu yfir í lítið glas til að ná að dýfa berjunum vel niður án þess að þurfa að halla þeim.
Dýfið jarðaberjunum vel ofan í svo þau hjúpist nánast að fullu. Leyfið að leka vel af þeim (best ef þið hafið þolinmæði í að þau storkni nánast alveg).
Raðið berjunum á bakka (með bökunarpappír undir) og kælið.
Bræðið þá hvíta súkkulaðið, setjið í sprautupoka og klippið lítið gat á endann, rennið því fram og til baka yfir berin til að skreyta þau, kælið að nýju.
Klæðið keiluna með álpappír og takið til tannstöngla.
Stingið tannstöngli í keiluna og rennið beri upp á hann. Gott er að setja stærri berin neðst, svo þau miðlungs og nota síðan þau minnstu efst á keiluna.
Reynið að raða eins þétt og þið getið en erfitt er þó að koma í veg fyrir að eitthvað sjáist í álpappírinn en það er líka allt í lagi.
Ef þið viljið hafa stjörnu á toppnum er hægt að sprauta hvítu súkkulaði í stjörnulaga piparkökuform með bökunarpappír undir og frysta þar til hún storknar. Stingið síðan tannstöngli í stjörnuna og komið henni fyrir efst á keilunni.
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið dökka súkkulaðið. Ég bræddi í skál og hellti svo ákveðnu magni í einu yfir í lítið glas til að ná að dýfa berjunum vel niður án þess að þurfa að halla þeim.
Dýfið jarðaberjunum vel ofan í svo þau hjúpist nánast að fullu. Leyfið að leka vel af þeim (best ef þið hafið þolinmæði í að þau storkni nánast alveg).
Raðið berjunum á bakka (með bökunarpappír undir) og kælið.
Bræðið þá hvíta súkkulaðið, setjið í sprautupoka og klippið lítið gat á endann, rennið því fram og til baka yfir berin til að skreyta þau, kælið að nýju.
Klæðið keiluna með álpappír og takið til tannstöngla.
Stingið tannstöngli í keiluna og rennið beri upp á hann. Gott er að setja stærri berin neðst, svo þau miðlungs og nota síðan þau minnstu efst á keiluna.
Reynið að raða eins þétt og þið getið en erfitt er þó að koma í veg fyrir að eitthvað sjáist í álpappírinn en það er líka allt í lagi.
Ef þið viljið hafa stjörnu á toppnum er hægt að sprauta hvítu súkkulaði í stjörnulaga piparkökuform með bökunarpappír undir og frysta þar til hún storknar. Stingið síðan tannstöngli í stjörnuna og komið henni fyrir efst á keilunni.