fbpx

Jarðaberja & ástaraldin ostakaka

Fersk og góð ostakaka með Lu bastogne botni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 400 g Philadelphia Original rjómaostur
 500 ml rjómi
 1 msk vanilludropar
 2 dl flórsykur
 6 stk ástaraldin
 10 stk stór Driscolls jarðaber
 7 stk matarlímsblöð
 5 dl vatn
 1 stk Lu Bastogne Duo kex pakki
 100 g íslenskt smjör
 60 g sykur

Leiðbeiningar

Botninn
1

Setjið Bastogne í matvinnsluvél og bræðið smjörið.

2

Þegar kexið er orðið að mulningi setjið smjörið út í og blandið.

3

Setjið í botninn í smellu form með bökunarpappír í botninn.Pressið vel niður og setjið svo í kæli.

Ostakakan
4

Setjið rjómaost í hrærivél og þeytið þar til silkimjúkt , bætið þá við vanilludropum og flórsykri smátt og smàtt.

5

Maukið 6 stór jarðaber og innvolsið úr 4 ástaraldin. Sigtið hratið frá og bætið út í rjómaosta blönduna.

6

Setjið 4 matarlímsblöð í kalt vatn. Þegar matarlímsblöðin eru orðin mjúk setjið þau í 2 dl af soðnu heitu vatni og blandið varlega með sleif við rjómaosta blönduna.

7

Þeytið rjóma og blandið rjómanum varlega við rjómaosta blönduna. Gott er að setja bökunar pappír í hliðarnar á smellu forminu.

8

Hellið nú í formið og setjið aftur í kæli. 

Toppurinn
9

Maukið 4 stór jarðaber og 2 ástaraldin. Sigtið hratið frá.Setjið 3 matarlímsblöð í kalt vatn.

10

Setjið 3 dl af vatni í pott ásamt 60 gr af sykri og sjóðið þar til sykurinn er uppleystur.

11

Setjið nú matarlíms blöðin út í og hrærið þar til allt er uppleyst. Blandið saman við jarðaberja og ástaraldin safann.

12

Leyfið gelinu að kólna aðeins og hellið yfir kökuna þegar að ostakaka er orðin stíf. Passa þarf að gelið sé ekki svo heitt að það bræði ostakökuna.Setjið kökuna í kæli og leyfið henni að stífna í 4 klst. Skreytið kökuna að vild.


Uppskrift eftir Kristbjörgu Kamillu

MatreiðslaMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 400 g Philadelphia Original rjómaostur
 500 ml rjómi
 1 msk vanilludropar
 2 dl flórsykur
 6 stk ástaraldin
 10 stk stór Driscolls jarðaber
 7 stk matarlímsblöð
 5 dl vatn
 1 stk Lu Bastogne Duo kex pakki
 100 g íslenskt smjör
 60 g sykur

Leiðbeiningar

Botninn
1

Setjið Bastogne í matvinnsluvél og bræðið smjörið.

2

Þegar kexið er orðið að mulningi setjið smjörið út í og blandið.

3

Setjið í botninn í smellu form með bökunarpappír í botninn.Pressið vel niður og setjið svo í kæli.

Ostakakan
4

Setjið rjómaost í hrærivél og þeytið þar til silkimjúkt , bætið þá við vanilludropum og flórsykri smátt og smàtt.

5

Maukið 6 stór jarðaber og innvolsið úr 4 ástaraldin. Sigtið hratið frá og bætið út í rjómaosta blönduna.

6

Setjið 4 matarlímsblöð í kalt vatn. Þegar matarlímsblöðin eru orðin mjúk setjið þau í 2 dl af soðnu heitu vatni og blandið varlega með sleif við rjómaosta blönduna.

7

Þeytið rjóma og blandið rjómanum varlega við rjómaosta blönduna. Gott er að setja bökunar pappír í hliðarnar á smellu forminu.

8

Hellið nú í formið og setjið aftur í kæli. 

Toppurinn
9

Maukið 4 stór jarðaber og 2 ástaraldin. Sigtið hratið frá.Setjið 3 matarlímsblöð í kalt vatn.

10

Setjið 3 dl af vatni í pott ásamt 60 gr af sykri og sjóðið þar til sykurinn er uppleystur.

11

Setjið nú matarlíms blöðin út í og hrærið þar til allt er uppleyst. Blandið saman við jarðaberja og ástaraldin safann.

12

Leyfið gelinu að kólna aðeins og hellið yfir kökuna þegar að ostakaka er orðin stíf. Passa þarf að gelið sé ekki svo heitt að það bræði ostakökuna.Setjið kökuna í kæli og leyfið henni að stífna í 4 klst. Skreytið kökuna að vild.

Jarðaberja & ástaraldin ostakaka

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Möndlu- og kókoskökurÞessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt…