Eitt það allra besta sem þið hafið bragðað!
Skerið kjúklinginn í litla bita eða strimla. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Hellið vökva sem kemur frá kjúklinginum ef einhver er.
Þegar kjúklingurinn er næstum tilbúinn bætið þá sweet chilí sósu saman við og látið malla í 3-5 mínútur.
Gerið þá sósuna með því að sjóða öll hráefnin saman í um 1-2 mínútur. Kælið og hrærið stanslaust í sósunni meðan hún kólnar.
Myljið núðlurnar og ristið á pönnu. Bætið möndluflögum og sesamfræjum og ristið saman í 1 mínútu.
Setjið salatið í skál ásamt mangó, tómötum rauðlauk. Hellið sósunni saman við og smá af núðlublöndunni og blandið vel saman.
Setjið kjúklingabitana yfir salatið og stráið afganginum af möndluflögunum yfir allt.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki