Japanskt kjúllasalat
Japanskt kjúllasalat

Japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum

  

október 26, 2018

Eitt það allra besta sem þið hafið bragðað!

Hráefni

4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose poultry

2 dl sweet chilisósasósa

120 ml ólífuolía

60 ml balsamik edik

2 msk sykur

2 msk. soyjasósa, t.d. frá Blue dragon

1 pakki instant núðlur

1 pakki möndluflögur

2 msk sesamfræ

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklinginn í litla bita eða strimla. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Hellið vökva sem kemur frá kjúklinginum ef einhver er.

2Þegar kjúklingurinn er næstum tilbúinn bætið þá sweet chilí sósu saman við og látið malla í 3-5 mínútur.

3Gerið þá sósuna með því að sjóða öll hráefnin saman í um 1-2 mínútur. Kælið og hrærið stanslaust í sósunni meðan hún kólnar.

4Myljið núðlurnar og ristið á pönnu. Bætið möndluflögum og sesamfræjum og ristið saman í 1 mínútu.

5Setjið salatið í skál ásamt mangó, tómötum rauðlauk. Hellið sósunni saman við og smá af núðlublöndunni og blandið vel saman.

6Setjið kjúklingabitana yfir salatið og stráið afganginum af möndluflögunum yfir allt.

Uppskrift frá Berglindi á GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúlli hvítlauks

Hvítlauks- og parmesan kjúklingur með litríku rótargrænmeti

Meinholl og staðgóð máltíð þegar við nennum ekki að elda.

IMG_4941

Sætar kartöflur fylltar með buffaló-kjúklingi

Hér er á ferðinni ofnbakaðar sætar kartöflur með kjúklingi í buffalósósu.

IMG_2268

Appelsínu- og rósmarín kjúklingur

Þessi einfaldi kjúklingaréttur er svo dásamlega bragðgóður.