fbpx

Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basiliku

Við höldum áfram að vinna með fljótlega vegan rétti og þessi er algjörlega himneskur. Hráefnin eru hvorki mörg né flókin og það tekur enga stund fyrir þennan að verða tilbúinn. Ég nota hérna smjörbaunir eða cannellini baunir í dós, sem ég sé því miður ekki oft á borðum en þær eru frekar hlutlausar á bragðið og henta því vel í allskyns pottrétti og taka í sig bragðið af kryddum og öðrum hráefnum. Þær eru mjög næringarríkar, innihalda mikið af trefjum, kalki, járni o.fl. Með baununum í réttinum eru meðal annars ítölsk krydd, hvítlauk, svartar ólífur, næringarger og kókosmjólk. Samsetning sem er algerlega ómótstæðileg með nýbökuðu ciabatta eða súrdeigs brauði.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 msk ólífuolía
 1 l laukur saxaður smátt
 3 stk hvítlauksrif
 1 dl svartar ólífur
 3 msk tómatpúrra
 0,50 tsk þurrkað timían
 0,50 tsk þurrkað oregano
 0,25 tsk chili flögur
 2 stk dósir smjörbaunir frá Rapunzel, með vökvanum
 3 msk kókosmjólk – þykki hvíti hlutinn
 1 msk rautt pestó, má sleppa en ég átti það bara til
 2 msk næringarger frá Rapunzel
 2 tsk sítrónusafi
 1 tsk grænmetiskraftur
 Salt og svartur pipar
 23 msk fersk basilíka söxuð

Leiðbeiningar

1

Saxið laukinn mjög smátt. Merjið hvítlaukinn og saxið einnig mjög smátt. Skerið ólífurnar í sneiðar ef þær eru heilar.

2

Setjið ólífuolíu á pönnu og hitið í smástund, setjið lauk og hvítlauk út á og steikið við meðalhita í nokkrar mínútur. Varist að brenna laukinn.

3

Setjið ólífurnar saman við ásamt tómatpúrru og kryddum. Steikið áfram í smá stund.

4

Hellið smjörbaununum ásamt vökvanum út í, bætið kókosþykkninu saman við ásamt pestó, næringargeri og sítrónusafa.

5

Hrærið vel saman og þegar kókosmjólkin er orðin vel samlöguð setjið þá grænmetiskraftinn út í og smakkið til með salti og pipar.

6

Látið réttinn malla í 5 mínútur og setjið síðan fersku basilíkuna út í.

7

Berið fram með nýbökuðu ciabattabrauði eða súrdeigsbrauði.


Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 msk ólífuolía
 1 l laukur saxaður smátt
 3 stk hvítlauksrif
 1 dl svartar ólífur
 3 msk tómatpúrra
 0,50 tsk þurrkað timían
 0,50 tsk þurrkað oregano
 0,25 tsk chili flögur
 2 stk dósir smjörbaunir frá Rapunzel, með vökvanum
 3 msk kókosmjólk – þykki hvíti hlutinn
 1 msk rautt pestó, má sleppa en ég átti það bara til
 2 msk næringarger frá Rapunzel
 2 tsk sítrónusafi
 1 tsk grænmetiskraftur
 Salt og svartur pipar
 23 msk fersk basilíka söxuð

Leiðbeiningar

1

Saxið laukinn mjög smátt. Merjið hvítlaukinn og saxið einnig mjög smátt. Skerið ólífurnar í sneiðar ef þær eru heilar.

2

Setjið ólífuolíu á pönnu og hitið í smástund, setjið lauk og hvítlauk út á og steikið við meðalhita í nokkrar mínútur. Varist að brenna laukinn.

3

Setjið ólífurnar saman við ásamt tómatpúrru og kryddum. Steikið áfram í smá stund.

4

Hellið smjörbaununum ásamt vökvanum út í, bætið kókosþykkninu saman við ásamt pestó, næringargeri og sítrónusafa.

5

Hrærið vel saman og þegar kókosmjólkin er orðin vel samlöguð setjið þá grænmetiskraftinn út í og smakkið til með salti og pipar.

6

Látið réttinn malla í 5 mínútur og setjið síðan fersku basilíkuna út í.

7

Berið fram með nýbökuðu ciabattabrauði eða súrdeigsbrauði.

Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basiliku

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…