Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.
Kryddið mínútusteikurnar með salti og pipar og steikið á heitri pönnu í smá ólífuolíu – rétt undir 1 mínútu á hvorri hlið eða þar til þær eru fullkomlega eldaðar eftir þykkt. Látið hvíla og skerið í þunnar sneiðar.
Sneiðið laukinn og steikið rólega upp úr smjöri þar til hann verður mjúkur og gylltur – um 10–15 mínútur.
Steikið allar brauðsneiðarnar á báðum hliðum upp úr smjöri á pönnu þar til þær verða gullinbrúnar og stökkar að utan.
Raðið brauðinu á bökunarpappír á ofnplötu. Smyrjið með arrabiata sósu, stráið parmesanosti yfir og dreifið smjörsteiktum lauk ofan á.
Bakið í ofni við 200°C í um 8–10 mínútur, þar til brauðið er heitt og osturinn aðeins farinn að bráðna.
Takið úr ofni og toppið með rifnum burrata (1/4 kúla á hverja sneið), klettasalati, nautakjöti, litlum tómötum og ferskri basiliku.
Berið fram strax – helst með góðu víni og fólki sem kann að meta steik í samlokuformi.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki