Ítalskar steikarlokur með burrata, arrabiata sósu og basiliku

Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 3 stk mínútusteikur (u.þ.b. 400–450 g samtals)
 Ólífuolía til steikingar
 Salt og pipar
 2 stk laukar
 Smjör til steikingar (u.þ.b. 50 g samtals)
 8 stk sneiðar af góðu súrdeigsbrauði eða ciabatta
 1 stk Aarrabiata sósa frá Filippo Berio (1-2 msk á hverja sneið)
 Rifinn parmesan ostur
 2 stk burrata kúlur (¼ á hverja sneið)
 Klettasalat
 120 g litlir tómatar (kirsuberjatómatar), skornir í tvennt
 Fersk basilika

Leiðbeiningar

1

Kryddið mínútusteikurnar með salti og pipar og steikið á heitri pönnu í smá ólífuolíu – rétt undir 1 mínútu á hvorri hlið eða þar til þær eru fullkomlega eldaðar eftir þykkt. Látið hvíla og skerið í þunnar sneiðar.

2

Sneiðið laukinn og steikið rólega upp úr smjöri þar til hann verður mjúkur og gylltur – um 10–15 mínútur.

3

Steikið allar brauðsneiðarnar á báðum hliðum upp úr smjöri á pönnu þar til þær verða gullinbrúnar og stökkar að utan.

4

Raðið brauðinu á bökunarpappír á ofnplötu. Smyrjið með arrabiata sósu, stráið parmesanosti yfir og dreifið smjörsteiktum lauk ofan á.

5

Bakið í ofni við 200°C í um 8–10 mínútur, þar til brauðið er heitt og osturinn aðeins farinn að bráðna.

6

Takið úr ofni og toppið með rifnum burrata (1/4 kúla á hverja sneið), klettasalati, nautakjöti, litlum tómötum og ferskri basiliku.

7

Berið fram strax – helst með góðu víni og fólki sem kann að meta steik í samlokuformi.

SharePostSave

Hráefni

 3 stk mínútusteikur (u.þ.b. 400–450 g samtals)
 Ólífuolía til steikingar
 Salt og pipar
 2 stk laukar
 Smjör til steikingar (u.þ.b. 50 g samtals)
 8 stk sneiðar af góðu súrdeigsbrauði eða ciabatta
 1 stk Aarrabiata sósa frá Filippo Berio (1-2 msk á hverja sneið)
 Rifinn parmesan ostur
 2 stk burrata kúlur (¼ á hverja sneið)
 Klettasalat
 120 g litlir tómatar (kirsuberjatómatar), skornir í tvennt
 Fersk basilika

Leiðbeiningar

1

Kryddið mínútusteikurnar með salti og pipar og steikið á heitri pönnu í smá ólífuolíu – rétt undir 1 mínútu á hvorri hlið eða þar til þær eru fullkomlega eldaðar eftir þykkt. Látið hvíla og skerið í þunnar sneiðar.

2

Sneiðið laukinn og steikið rólega upp úr smjöri þar til hann verður mjúkur og gylltur – um 10–15 mínútur.

3

Steikið allar brauðsneiðarnar á báðum hliðum upp úr smjöri á pönnu þar til þær verða gullinbrúnar og stökkar að utan.

4

Raðið brauðinu á bökunarpappír á ofnplötu. Smyrjið með arrabiata sósu, stráið parmesanosti yfir og dreifið smjörsteiktum lauk ofan á.

5

Bakið í ofni við 200°C í um 8–10 mínútur, þar til brauðið er heitt og osturinn aðeins farinn að bráðna.

6

Takið úr ofni og toppið með rifnum burrata (1/4 kúla á hverja sneið), klettasalati, nautakjöti, litlum tómötum og ferskri basiliku.

7

Berið fram strax – helst með góðu víni og fólki sem kann að meta steik í samlokuformi.

Notes

Ítalskar steikarlokur með burrata, arrabiata sósu og basiliku

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Jarðarberja chia grauturFullkominn og einfaldur morgunmatur sem er þægilegur að útbúa daginn áður og hafa tilbúinn um morguninn. Gott að taka þetta…