fbpx

Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marina tómatsósu

Þessar kjötbollur eru alveg ótrúlega þægilegar, það tekur enga stund að útbúa þær og þær eru síðan bakaðar í ofni í stað þess að þurfa að standa við pönnuna og steikja þær. Það sem gerir þær alveg ómótstæðilegar eru kryddin frá Liquid Organic en það eru fersk krydd sem koma í litlum flöskum. Sparar tíma og fyrirhöfn og gefa fullkomið kryddbragð. Í þessar nota ég þrjár tegundir, chili, hvítlauk og basiliku. Það besta er að flöskurnar geymast lengi og því þurfum við ekki að vera að henda afgangnum af kryddunum eins og við lendum oft í þegar við kaupum fersk krydd. Ég nota kryddin auðvitað í sósuna líka sem er gerð frá grunni og er einnig mjög einföld og gott að græja hana á meðan bollurnar eru í ofninum. Svo sýð ég gott spaghettí og ber fram með bollunum og sósunni. Þetta er frekar stór uppskrift en ég mæli með að taka helminginn af bollunum og frysta þær. Frábært að eiga tilbúnar bollur í frysti þegar við nennum ekki að elda.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjötbollur
 1 kg nautahakk
 1 stk stór laukur saxaður smátt
 1 bolli brauðrasp
 2 stk egg
 1 msk þurrkað oregano
 1 msk Organic Liquid hvítlaukur
 2 tsk Organic Liquid basilika
 1 tsk Organic Liquid chili
 Salt og nýmalaður svartur pipar
Ítölskt marinara tómatsósa
 3 stk dósir saxaðir tómatar
 1 stk laukur saxaður smátt
 2 stk hvítlauksrif söxuð smátt
 2 tsk Liquid Organic basilika
 1 msk þurrkað oregano
 1 msk Liquid Organic hvítlaukur
 1 tsk hunang eða hlynsíróp
 Salt og pipar eftir smekk
Hvar fæst Organic Liquid?
 Fjarðarkaup
 Hagkaup
 Nettó

Leiðbeiningar

Kjötbollur
1

Saxið laukinn smátt og setjið öll hráefni í kjötbollurnar í stóra skál. Hnoðið saman með höndunum þar til öll hráefnin eru blönduð saman, varist að hnoða kjötdeigið of mikið þó.

2

Hitið ofninn í 200°C blástur.

3

Mótið kjötbollur sem eru rétt aðeins minni en golfkúla, mér finnst best að gera það með ískúluskeið til að hafa þær sem jafnastar.

4

Raðið bollunum á ofnplötu klædda bökunarpappír, þegar allar bollurnar hafa verið mótaðar, setjið þið plöturnar í ofninn og bakið í 20 mín.

5

Á meðan bollurnar bakast er gott að gera sósuna og sjóða spaghettíið.

Ítölsk marinara tómatsósa
6

Byrjið á því að setja ólífuolíu í pott og hitið hægt upp, setjið laukinn út í og mýkið hann á miðlungshita. Þegar hann er orðinn glær og aðeins byrjaður að brúnast bætið þið hvítlauknum út á, steikið hann með lauknum í 1 mínútu og bætið svo við tómötunum.

7

Bætið við því næst við kryddum og sætu, smakkið til með salti og pipar og látið malla á vægum hita á meðan bollurnar eru í ofninum.

8

Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum og berið fram með bollunum, sósunni og einhverju góðu brauði.


DeilaTístaVista

Hráefni

Kjötbollur
 1 kg nautahakk
 1 stk stór laukur saxaður smátt
 1 bolli brauðrasp
 2 stk egg
 1 msk þurrkað oregano
 1 msk Organic Liquid hvítlaukur
 2 tsk Organic Liquid basilika
 1 tsk Organic Liquid chili
 Salt og nýmalaður svartur pipar
Ítölskt marinara tómatsósa
 3 stk dósir saxaðir tómatar
 1 stk laukur saxaður smátt
 2 stk hvítlauksrif söxuð smátt
 2 tsk Liquid Organic basilika
 1 msk þurrkað oregano
 1 msk Liquid Organic hvítlaukur
 1 tsk hunang eða hlynsíróp
 Salt og pipar eftir smekk
Hvar fæst Organic Liquid?
 Fjarðarkaup
 Hagkaup
 Nettó

Leiðbeiningar

Kjötbollur
1

Saxið laukinn smátt og setjið öll hráefni í kjötbollurnar í stóra skál. Hnoðið saman með höndunum þar til öll hráefnin eru blönduð saman, varist að hnoða kjötdeigið of mikið þó.

2

Hitið ofninn í 200°C blástur.

3

Mótið kjötbollur sem eru rétt aðeins minni en golfkúla, mér finnst best að gera það með ískúluskeið til að hafa þær sem jafnastar.

4

Raðið bollunum á ofnplötu klædda bökunarpappír, þegar allar bollurnar hafa verið mótaðar, setjið þið plöturnar í ofninn og bakið í 20 mín.

5

Á meðan bollurnar bakast er gott að gera sósuna og sjóða spaghettíið.

Ítölsk marinara tómatsósa
6

Byrjið á því að setja ólífuolíu í pott og hitið hægt upp, setjið laukinn út í og mýkið hann á miðlungshita. Þegar hann er orðinn glær og aðeins byrjaður að brúnast bætið þið hvítlauknum út á, steikið hann með lauknum í 1 mínútu og bætið svo við tómötunum.

7

Bætið við því næst við kryddum og sætu, smakkið til með salti og pipar og látið malla á vægum hita á meðan bollurnar eru í ofninum.

8

Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum og berið fram með bollunum, sósunni og einhverju góðu brauði.

Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marina tómatsósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Crunch WrapHér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.