Alveg truflaðar indverskar vefjur með tófú og chutney! Vefja er fullkomin máltíð en þar sem mætast heit indversk stemning og ferskleiki, vafin í mjúka tortillu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að taka tófúið úr pakkningunni og skola það. Vefjið svo eldhúsbréfi þétt utan um tófúið og þerrið það eins og hægt er. Því næst er tófúið skorið í strimla þar sem tófúið er skorið sirka 4 skurði í gegnum það endilangt, kubbnum svo velt á næstu hlið og skorið eins eftir endilöngu tófúinu og að lokum er kubburinn skorinn þvert á miðjan kubbinn.
Blandið saman sesamolíu, tikka masala paste-i og sojasósu saman og veltið tófúinu uppúr. Mér finnst best að setja tófústrimlana og marineringuna saman í nestisbox með loki og hrista það saman. Leyfið tófúinu að draga í sig marieringuna í amk 15 mínútur.
Dreifið tófústrimlunum á bökunarplötu með bökunarpappír og hitið í ofni á 200°C í 20 mínútur. Ágætt er að velta tófúinu við eftir 10 mínútur.
Athugið að það má auðvitað pressa tófúið og marinera það í lengri tíma en það þarf ekki. Gætið þó að því að ef tófúið er pressað þá getur bökunartíminn verið styttri.
Rífið niður gulræturnar og skerið rauðkálið og rauðlaukinn í strimla. Útbúið jógúrtsósuna með því að blanda saman jógúrtinni, safa úr hálfri sítrónu, salti og rifnum hvítlauk.
Hitið tortillapönnukökur, eina í einu í stutta stund á þurri pönnu.
Berið fram sem vefju smurða með mangó chutney og fyllt með íssalati, rifnu grænmeti, tikka masala tófústrimlum kórender og jógúrtsósu.
Njótið!
Uppskrift eftir Hildi Ómars
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að taka tófúið úr pakkningunni og skola það. Vefjið svo eldhúsbréfi þétt utan um tófúið og þerrið það eins og hægt er. Því næst er tófúið skorið í strimla þar sem tófúið er skorið sirka 4 skurði í gegnum það endilangt, kubbnum svo velt á næstu hlið og skorið eins eftir endilöngu tófúinu og að lokum er kubburinn skorinn þvert á miðjan kubbinn.
Blandið saman sesamolíu, tikka masala paste-i og sojasósu saman og veltið tófúinu uppúr. Mér finnst best að setja tófústrimlana og marineringuna saman í nestisbox með loki og hrista það saman. Leyfið tófúinu að draga í sig marieringuna í amk 15 mínútur.
Dreifið tófústrimlunum á bökunarplötu með bökunarpappír og hitið í ofni á 200°C í 20 mínútur. Ágætt er að velta tófúinu við eftir 10 mínútur.
Athugið að það má auðvitað pressa tófúið og marinera það í lengri tíma en það þarf ekki. Gætið þó að því að ef tófúið er pressað þá getur bökunartíminn verið styttri.
Rífið niður gulræturnar og skerið rauðkálið og rauðlaukinn í strimla. Útbúið jógúrtsósuna með því að blanda saman jógúrtinni, safa úr hálfri sítrónu, salti og rifnum hvítlauk.
Hitið tortillapönnukökur, eina í einu í stutta stund á þurri pönnu.
Berið fram sem vefju smurða með mangó chutney og fyllt með íssalati, rifnu grænmeti, tikka masala tófústrimlum kórender og jógúrtsósu.
Njótið!