Hátíðlegur heitur eftirréttur Daim.
Takið kjarnann innan úr eplunum með eplakjarnhreinsi en ekki fara alla leið í gegn, skiljið botninn heilann eftir og mokið fræjunum uppúr i gegnum toppinn. Skerið smjörpappír í ferninga 20x20cm og álpappír í 25×25 cm ferninga. Leggið bökunarpappírinn ofan á álpappírinn og eplin þar á miðjuna.
Hrærið saman smjöri og púðursykri og troðið því vel í miðjuna á eplunum og stingið svo kanilstöng þar ofan í svo hún standi lóðrétt upp. Pakkið eplununum inn í pappírinn og látið kanilstöngina standa uppúr eins og stromp. Setjið eplin á grillið og látið hitna vel í gegn í u.þ.b. 12-15 mín.
Hrærið saman sýrðum rjóma, rjómaosti og sítrónusafa þar til áferðin er orðin silkimjúk. Takið kanilstöngina úr eplinu og setjið kremið þar ofan á, toppið svo með daimkúlum og berið fram.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki