fbpx

Hvítsúkkulaði ostakaka með kókoskexbotni, hvítsúkkulaði ganache og ristuðum kókos

Kókos og hvítt súkkulaði er ein af mínum uppáhalds bragðsamsetningum (er það ekki annars orð?) og ef við gerum ostaköku þar sem kókos og hvítt súkkulaði er í aðalhlutverki, hvað gæti þá mögulega klikkað? Alls ekkert ef þú spyrð mig! Ég bæti ekki sætu við fyllinguna né í botninn en mér fannst það alger óþarfi. Hvíta súkkulaðið sér alveg um að halda sætunni uppi. Fyllingin er silkimjúk og að ásettu ráði setti ég heldur ekki matarlím í hana en það má alveg bæta því við ef þið viljið hafa kökuna alveg stífa. Það er áberandi gott kókosbragð af henni en alls ekki of yfirþyrmandi. Kókoskexið sem ég nota í botninn er algerlega stórkostlegt í ostakökur og þið verðið sannarlega ekki svikin af þessari.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kexbotn
 180 g Kókos & chia hafrakex frá Nairn‘s
 20 g gróft kókosmjöl
 60 g brætt smjör
Fylling
 250 g rjómaostur við stofuhita
 250 ml rjómi við stofuhita
 150 g brætt hvítt súkkulaði
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk vanillukorn
 1 tsk sítrónusafi
Toppun
 100 g hvítt súkkulaði
 3 msk rjómi
 ½ dl ristað kókosmjöl

Leiðbeiningar

1

Takið rjóma og rjómaost tímanlega úr kæli. Best er að gera það um 2 klst. áður en kakan er gerð.

2

Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Setjið kexið í skál ásamt kókosmjöli.

3

Bræðið smjörið og blandið saman við kex-kókosblönduna.

4

Takið 18cm smelluform og setjið bökunarpappír í botninn áður en hringnum er smellt á. Þjappið kexblöndunni í formið og upp á hliðarnar. Kælið á meðan fyllingin er gerð.

5

Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði. Leyfið því að kólna niður í rúmlega stofuhita.

6

Setjið rjómaost, vanilludropa, sítrónusafa og vanillukorn í skál og þeytið með handþeytara þar til blandan er orðin létt og samfelld.

7

Stífþeytið rjómann í annarri skál. Blandið honum svo saman við ostablönduna með sleikju.

8

Blandið bræddu hvítu súkkulaðinu saman við með sleikju.

9

Takið formið úr kæli og hellið fyllingunni í kexbotninn. Dreifið úr henni með skeið eða spaða. Setjið kökuna í kæli, ekki styttra en í 4 klst. en helst yfir nótt.

10

Áður en kakan er borin fram búum við til hvít súkkulaði ganache. Saxið súkkulaðið smátt og setjið í hitaþolna skál. Hitið rjómann að suðu og hellið því næst heitum rjómanum yfir súkkulaðið. Látið standa í 2-3 mínútur áður en þessu er hrært saman og hellt yfir kökuna. Dreifið úr kreminu með skeið.

11

Ristið kókosinn á þurri pönnu þar til hann verður gylltur. Dreifið yfir kökuna. Berið hana fram beint úr kæli.


Uppskrift eftir Völu Gröndal

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Kexbotn
 180 g Kókos & chia hafrakex frá Nairn‘s
 20 g gróft kókosmjöl
 60 g brætt smjör
Fylling
 250 g rjómaostur við stofuhita
 250 ml rjómi við stofuhita
 150 g brætt hvítt súkkulaði
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk vanillukorn
 1 tsk sítrónusafi
Toppun
 100 g hvítt súkkulaði
 3 msk rjómi
 ½ dl ristað kókosmjöl

Leiðbeiningar

1

Takið rjóma og rjómaost tímanlega úr kæli. Best er að gera það um 2 klst. áður en kakan er gerð.

2

Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Setjið kexið í skál ásamt kókosmjöli.

3

Bræðið smjörið og blandið saman við kex-kókosblönduna.

4

Takið 18cm smelluform og setjið bökunarpappír í botninn áður en hringnum er smellt á. Þjappið kexblöndunni í formið og upp á hliðarnar. Kælið á meðan fyllingin er gerð.

5

Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði. Leyfið því að kólna niður í rúmlega stofuhita.

6

Setjið rjómaost, vanilludropa, sítrónusafa og vanillukorn í skál og þeytið með handþeytara þar til blandan er orðin létt og samfelld.

7

Stífþeytið rjómann í annarri skál. Blandið honum svo saman við ostablönduna með sleikju.

8

Blandið bræddu hvítu súkkulaðinu saman við með sleikju.

9

Takið formið úr kæli og hellið fyllingunni í kexbotninn. Dreifið úr henni með skeið eða spaða. Setjið kökuna í kæli, ekki styttra en í 4 klst. en helst yfir nótt.

10

Áður en kakan er borin fram búum við til hvít súkkulaði ganache. Saxið súkkulaðið smátt og setjið í hitaþolna skál. Hitið rjómann að suðu og hellið því næst heitum rjómanum yfir súkkulaðið. Látið standa í 2-3 mínútur áður en þessu er hrært saman og hellt yfir kökuna. Dreifið úr kreminu með skeið.

11

Ristið kókosinn á þurri pönnu þar til hann verður gylltur. Dreifið yfir kökuna. Berið hana fram beint úr kæli.

Hvítsúkkulaði ostakaka með kókoskexbotni, hvítsúkkulaði ganache og ristuðum kókos

Aðrar spennandi uppskriftir