Hvítlauks- og rósmarínkjúklingur sem dansar við bragðlaukana.

Uppskrift
Hráefni
4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
2 msk ólífuolía frá Filippo Berio
4 hvítlauksrif, smátt söxuð
4 dl kjúklingasoð frá Oscars
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
1 msk sítrónusafi
3 msk ferskt rósmarín, saxað
2 dl matreiðslurjómi
Leiðbeiningar
1
Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklingabringurnar á öllum hliðum. Takið af pönnunni og geymið.
2
Setjið hvítlauk, börk af sítrónu, sítrónusafa og rósmarín út á pönnuna og steikið lítillega. Bætið kjúklingasoðinu þá út á pönnuna.
3
Setjið kjúklingabringurnar út á pönnuna og setjið lok yfir. Látið malla í 20 mínútur.
4
Hellið rjóma út á pönnuna og hitið, en látið ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar.
5
Berið fram með hrísgrjónum eða tagliatelle og góðu salati.
Uppskrift frá GRGS.
MatreiðslaKjúklingaréttirTegundÍslenskt
Hráefni
4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
2 msk ólífuolía frá Filippo Berio
4 hvítlauksrif, smátt söxuð
4 dl kjúklingasoð frá Oscars
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
1 msk sítrónusafi
3 msk ferskt rósmarín, saxað
2 dl matreiðslurjómi