fbpx

Hvítlauks- og rósmarínkjúklingur

Hvítlauks- og rósmarínkjúklingur sem dansar við bragðlaukana.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
 2 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 4 hvítlauksrif, smátt söxuð
 4 dl kjúklingasoð frá Oscars
 börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
 1 msk sítrónusafi
 3 msk ferskt rósmarín, saxað
 2 dl matreiðslurjómi

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklingabringurnar á öllum hliðum. Takið af pönnunni og geymið.

2

Setjið hvítlauk, börk af sítrónu, sítrónusafa og rósmarín út á pönnuna og steikið lítillega. Bætið kjúklingasoðinu þá út á pönnuna.

3

Setjið kjúklingabringurnar út á pönnuna og setjið lok yfir. Látið malla í 20 mínútur.

4

Hellið rjóma út á pönnuna og hitið, en látið ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar.

5

Berið fram með hrísgrjónum eða tagliatelle og góðu salati.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
 2 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 4 hvítlauksrif, smátt söxuð
 4 dl kjúklingasoð frá Oscars
 börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
 1 msk sítrónusafi
 3 msk ferskt rósmarín, saxað
 2 dl matreiðslurjómi

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklingabringurnar á öllum hliðum. Takið af pönnunni og geymið.

2

Setjið hvítlauk, börk af sítrónu, sítrónusafa og rósmarín út á pönnuna og steikið lítillega. Bætið kjúklingasoðinu þá út á pönnuna.

3

Setjið kjúklingabringurnar út á pönnuna og setjið lok yfir. Látið malla í 20 mínútur.

4

Hellið rjóma út á pönnuna og hitið, en látið ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar.

5

Berið fram með hrísgrjónum eða tagliatelle og góðu salati.

Hvítlauks- og rósmarínkjúklingur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…