fbpx

Hummus pasta með súrkáli og ólífum

Hummus pasta er einn af okkar “go to” réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Hún verður mögulega oft fyrir valinu á mánudögum. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg brilliant að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á til að fá smá lit á diskinn, auka trefjar og “crunch”. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur….. þau eru bæði ólífusjúk.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Þú þarft:
 500 g spelt pasta
 2 stk box af keyptum hummus eða heimagerðum hummus.
 1 stk krukka grænar lífrænar ólífur frá Rapunzel
 Súrkál, við veljum oftast Klassískt en Karrýkálið frá “súrkál fyrir sælkera” er líka truflað með.
Við bætum svo því grænmeti sem við eigum við, t.d.:
 Kál
 Gúrka
 Papríka
 Tómatar
 eða salatafgangar síðan daginn áður.

Leiðbeiningar

1

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.

2

Skolið og skerið grænmetið.

3

Berið fram pastað með hummus, súrkáli, grænmetinu og ólífum.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

Þú þarft:
 500 g spelt pasta
 2 stk box af keyptum hummus eða heimagerðum hummus.
 1 stk krukka grænar lífrænar ólífur frá Rapunzel
 Súrkál, við veljum oftast Klassískt en Karrýkálið frá “súrkál fyrir sælkera” er líka truflað með.
Við bætum svo því grænmeti sem við eigum við, t.d.:
 Kál
 Gúrka
 Papríka
 Tómatar
 eða salatafgangar síðan daginn áður.

Leiðbeiningar

1

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.

2

Skolið og skerið grænmetið.

3

Berið fram pastað með hummus, súrkáli, grænmetinu og ólífum.

Verði ykkur að góðu.

Hummus pasta með súrkáli og ólífum

Aðrar spennandi uppskriftir