Print Options:
Humarpasta

Magn1 skammtur

Humarpasta með hvítvínssósu.

 250 g De Cecco Tagliatelle pastahreiður, soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka
 2 pakkar Sælkerafiskur skelflettur humar
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 2 msk smjör
 2 msk Oscar fljótandi humarkraftur
 1 dl hvítvín
 500 ml rjómi
 2 stk hvítlauksgeirar
 1 búnt basilíka
 1 stk sítróna
 100 g Parmareggio parmesanostur
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 Askja af kirsuberjatómötum, skornir í tvennt
 Borið fram með baguette brauði
1

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

2

Steikið humarinn upp úr ólífuolíu og smjöri á heitri pönnu.

3

Bætið hvítlauk, sítrónusafa, hvítvíni og humarkrafti út á ásamt rjómanum.

4

Bætið pastanu við humarinn ásamt tómötum og basilíku og rífið parmesanost yfir.