Print Options:








Humarpasta

Magn1 skammtur

Hér á ferðinni er ofureinfalt humarpasta sem var undursamlegt.

 500 g De Cecco pastaskrúfur
 2 x askja skelflettur humar frá Sælkerafiski (2 x rúmlega 300g)
 1 laukur
 3 hvítlauksrif
 500 g kirsuberjatómatar
 600 ml rjómi
 2 lúkur rifinn parmesanostur
 3 msk.söxuð steinselja
 1 tsk. humarkraftur frá OSCAR
 Smjör og ólífuolía til steikingar
 Salt, pipar og hvítlausduft
Hvítlauksbrauð
 1 stórt baguette brauð
 100 g smjör
 2 hvítlauksrif
 Salt, pipar og hvítlauksduft
 Rifinn ostur
1

Affrystið humarinn, skolið og þerrið.

2

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

3

Steikið lauk og hvítlauk upp úr smjöri þar til það fer aðeins að mýkjast og bætið þá humrinum saman við. Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk og setjið í skál um leið og humarinn er tilbúinn.

4

Bætið þá ólífuolíu á pönnuna og setjið tómatana saman við (skerið þá fyrst til helminga). Steikið þá við meðalhita þar til þeir mýkjast aðeins og saltið og piprið.

5

Hellið nú rjómanum yfir tómatana ásamt parmesanosti, steinselju og humarkrafti.

6

Kryddið til með salti, pipar og hvítlausdufti.

7

Þegar pastað er tilbúið má bæta því út í sósuna ásamt humrinum og ná upp smá hita að nýju.

8

Best er síðan að bera pastað fram með rifnum parmesan og hvítlauksbrauði (sjá uppskrift að neðan).

Hvítlauksbrauð
9

Skerið brauðið eftir því endilöngu og raðið á bökunarplötu.

10

Bræðið smjör við vægan hita, rífið hvítlauksrifin út í pottinn og kryddið eftir smekk.

11

Penslið vel af smjöri á brauðið og rífið næst ost yfir allt saman.

12

Hitið við 200°C í um 7 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.

13

Skerið niður í sneiðar og berið fram með pastanu.