Hér á ferðinni er ofureinfalt humarpasta sem var undursamlegt.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Affrystið humarinn, skolið og þerrið.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Steikið lauk og hvítlauk upp úr smjöri þar til það fer aðeins að mýkjast og bætið þá humrinum saman við. Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk og setjið í skál um leið og humarinn er tilbúinn.
Bætið þá ólífuolíu á pönnuna og setjið tómatana saman við (skerið þá fyrst til helminga). Steikið þá við meðalhita þar til þeir mýkjast aðeins og saltið og piprið.
Hellið nú rjómanum yfir tómatana ásamt parmesanosti, steinselju og humarkrafti.
Kryddið til með salti, pipar og hvítlausdufti.
Þegar pastað er tilbúið má bæta því út í sósuna ásamt humrinum og ná upp smá hita að nýju.
Best er síðan að bera pastað fram með rifnum parmesan og hvítlauksbrauði (sjá uppskrift að neðan).
Skerið brauðið eftir því endilöngu og raðið á bökunarplötu.
Bræðið smjör við vægan hita, rífið hvítlauksrifin út í pottinn og kryddið eftir smekk.
Penslið vel af smjöri á brauðið og rífið næst ost yfir allt saman.
Hitið við 200°C í um 7 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Skerið niður í sneiðar og berið fram með pastanu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Affrystið humarinn, skolið og þerrið.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Steikið lauk og hvítlauk upp úr smjöri þar til það fer aðeins að mýkjast og bætið þá humrinum saman við. Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti eftir smekk og setjið í skál um leið og humarinn er tilbúinn.
Bætið þá ólífuolíu á pönnuna og setjið tómatana saman við (skerið þá fyrst til helminga). Steikið þá við meðalhita þar til þeir mýkjast aðeins og saltið og piprið.
Hellið nú rjómanum yfir tómatana ásamt parmesanosti, steinselju og humarkrafti.
Kryddið til með salti, pipar og hvítlausdufti.
Þegar pastað er tilbúið má bæta því út í sósuna ásamt humrinum og ná upp smá hita að nýju.
Best er síðan að bera pastað fram með rifnum parmesan og hvítlauksbrauði (sjá uppskrift að neðan).
Skerið brauðið eftir því endilöngu og raðið á bökunarplötu.
Bræðið smjör við vægan hita, rífið hvítlauksrifin út í pottinn og kryddið eftir smekk.
Penslið vel af smjöri á brauðið og rífið næst ost yfir allt saman.
Hitið við 200°C í um 7 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Skerið niður í sneiðar og berið fram með pastanu.