fbpx

Hrökkkex með karrý & epla kjúklingabaunasalati

Glútenlausa hrökkkexið frá Nairn‘s er alveg nýtt uppáhald hjá mér en það stökkt og létt í sér og passar ljómandi vel með allskonar góðum salötum og ostum. Það hentar sérlega vel þeim sem þurfa að sneiða hjá glúteni og óhætt er fyrir fólk með celiac sjúkdóm að njóta þess. Hrökkkexið er líka vegan og mig langaði að prófa að gera eitthvað djúsí vegan salat til að bera fram með því. Kjúklingabauna salatið kemur alveg ótrúlega á óvart og mæli eindregið með því að prófa þetta saman. Stórgott millimál eða sem léttur hádegismatur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk dós soðnar kjúklingabaunir, ég notaði frá Rapunzel
 1 stk lítið epli, smátt saxað
 ¼ stk rauðlaukur, smátt saxaður
 4 msk vegan majones
 1 tsk sítrónusafi
 2,50 tsk karrý
 2,50 tsk þurrkuð steinselja
 ½ tsk hvítlauksduft
 Salt og nýmalaður svartur pipar
 Nairn‘s original glútenlaust hrökkkex

Leiðbeiningar

1

Setjið baunirnar í sigti og skolið vel. Setjið í skál, stappið með gaffli og fjarlægið mest af hýðinu af baununum.

2

Stráið kryddum yfir baunirnar. Skerið epli og rauðlauk og setjið saman við baunirnar og blandið saman með gaffli.

3

Bætið majónesinu og sítrónusafa saman við og hrærið. Smakkið til með salti og pipar.

4

Látið taka sig í kæli í 30 mín.

5

Njótið með Nairn‘s original glútenlausu hrökkkexi.


Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is

MatreiðslaMatargerðMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk dós soðnar kjúklingabaunir, ég notaði frá Rapunzel
 1 stk lítið epli, smátt saxað
 ¼ stk rauðlaukur, smátt saxaður
 4 msk vegan majones
 1 tsk sítrónusafi
 2,50 tsk karrý
 2,50 tsk þurrkuð steinselja
 ½ tsk hvítlauksduft
 Salt og nýmalaður svartur pipar
 Nairn‘s original glútenlaust hrökkkex

Leiðbeiningar

1

Setjið baunirnar í sigti og skolið vel. Setjið í skál, stappið með gaffli og fjarlægið mest af hýðinu af baununum.

2

Stráið kryddum yfir baunirnar. Skerið epli og rauðlauk og setjið saman við baunirnar og blandið saman með gaffli.

3

Bætið majónesinu og sítrónusafa saman við og hrærið. Smakkið til með salti og pipar.

4

Látið taka sig í kæli í 30 mín.

5

Njótið með Nairn‘s original glútenlausu hrökkkexi.

Hrökkkex með karrý & epla kjúklingabaunasalati

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Mexíkóskt quinoa salatQuinoa er sennilega uppáhalds „kornið“ mitt. Tæknilegar séð er það reyndar ekki korn heldur fræ. Quinoa er glútenlaust, próteinríkt og…