Er ekki tilvalið að gera sér dagamun og skella í eina OREO hrekkjavökuköku.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 185°C.
Sigtið næst öll þurrefnin í skál og blandið saman.
Næst má setja kaffi, súrmjólk, matarolíu, egg og vanilludropa í skál og hræra síðan saman við þurrefnin.
Að lokum má hella sjóðandi vatninu varlega saman við blönduna, hræra rólega og skafa vel niður á milli þar til slétt og fallegt deig hefur myndast (athugið að deigið er þunnt).
Klippið bökunarpappír í botninn á 3 x 15 cm bökunarformum og spreyið síðan vel með PAM matarolíuspreyi.
Skiptið deiginu jafnt á milli botnanna (gott að vigta deigið) og bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.
Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
Bætið til skiptis blautum og þurrum hráefnum við smjörið, þeytið og skafið niður á milli þar til fallegt súkkulaðikrem hefur myndast.
Bætið um 1-2 tsk. af svörtum matarlit í kremið á þessu stigið og blandið þar til jafn litur hefur myndast.
Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
Bætið til skiptis blautum og þurrum hráefnum við smjörið, þeytið og skafið niður á milli þar til fallegt vanillukrem hefur myndast.
Setjið svarta súkkulaðikremið í einn sprautupoka og vanillukremið í annan, gott er að hafa stóran stjörnustút á báðum pokum (t.d 1 M frá Wilton). Athugið að þá má líka setja bara hluta í pokana og hafa hluta áfram í skál ef þið viljið fremur setja kremið þannig á.
Setjið fyrsta botninn á kökudisk, sprautið hring yst við kantinn með vanillukreminu og fyllið upp í að innan með súkkulaðikremi (þetta gert til þess að svarta kremið komi ekki í gegn þegar þið setjið það hvíta utan á kökuna), endurtakið með næsta botn og setjið loks þann þriðja efst.
Sprautið svörtu kremi upp rúmlega hálfa kökuna og næst hvítu, setjið einnig hvítt krem ofan á kökuna.
Dreifið úr með spaða og það er allt í lagi þó kremið blandist aðeins um kökuna miðja. Gott er að bleyta spaðann aðeins því þá er auðveldara að draga kremið til.
Setjið svart og appelsínugult kökuskraut í skál, setjið reglulega skraut í lófann og leggið upp við neðsta hluta kökunnar. Gott er að hafa skál undir til að skrautið sem ekki festist við kökuna fari ekki út um allt.
Festið næst augu og Halloween Oreokex hér og þar á hliðarnar. Gott er að sprauta smá auka kremi á kexkökuna áður en hún er fest en óþarfi er að gera það við augun.
Að lokum má skreyta toppinn á kökunni með því að sprauta súkkulaðikreminu í toppa og setja eitt Halloween Oreokex alltaf á milli, strá síðan kökuskrauti yfir allt saman.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 185°C.
Sigtið næst öll þurrefnin í skál og blandið saman.
Næst má setja kaffi, súrmjólk, matarolíu, egg og vanilludropa í skál og hræra síðan saman við þurrefnin.
Að lokum má hella sjóðandi vatninu varlega saman við blönduna, hræra rólega og skafa vel niður á milli þar til slétt og fallegt deig hefur myndast (athugið að deigið er þunnt).
Klippið bökunarpappír í botninn á 3 x 15 cm bökunarformum og spreyið síðan vel með PAM matarolíuspreyi.
Skiptið deiginu jafnt á milli botnanna (gott að vigta deigið) og bakið í um 25 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.
Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
Bætið til skiptis blautum og þurrum hráefnum við smjörið, þeytið og skafið niður á milli þar til fallegt súkkulaðikrem hefur myndast.
Bætið um 1-2 tsk. af svörtum matarlit í kremið á þessu stigið og blandið þar til jafn litur hefur myndast.
Þeytið smjörið þar til létt og ljóst.
Bætið til skiptis blautum og þurrum hráefnum við smjörið, þeytið og skafið niður á milli þar til fallegt vanillukrem hefur myndast.
Setjið svarta súkkulaðikremið í einn sprautupoka og vanillukremið í annan, gott er að hafa stóran stjörnustút á báðum pokum (t.d 1 M frá Wilton). Athugið að þá má líka setja bara hluta í pokana og hafa hluta áfram í skál ef þið viljið fremur setja kremið þannig á.
Setjið fyrsta botninn á kökudisk, sprautið hring yst við kantinn með vanillukreminu og fyllið upp í að innan með súkkulaðikremi (þetta gert til þess að svarta kremið komi ekki í gegn þegar þið setjið það hvíta utan á kökuna), endurtakið með næsta botn og setjið loks þann þriðja efst.
Sprautið svörtu kremi upp rúmlega hálfa kökuna og næst hvítu, setjið einnig hvítt krem ofan á kökuna.
Dreifið úr með spaða og það er allt í lagi þó kremið blandist aðeins um kökuna miðja. Gott er að bleyta spaðann aðeins því þá er auðveldara að draga kremið til.
Setjið svart og appelsínugult kökuskraut í skál, setjið reglulega skraut í lófann og leggið upp við neðsta hluta kökunnar. Gott er að hafa skál undir til að skrautið sem ekki festist við kökuna fari ekki út um allt.
Festið næst augu og Halloween Oreokex hér og þar á hliðarnar. Gott er að sprauta smá auka kremi á kexkökuna áður en hún er fest en óþarfi er að gera það við augun.
Að lokum má skreyta toppinn á kökunni með því að sprauta súkkulaðikreminu í toppa og setja eitt Halloween Oreokex alltaf á milli, strá síðan kökuskrauti yfir allt saman.