Print Options:

Hrekkjavöku súkkulaðibitar með karamellupoppi og pretzel

Magn1 skammtur

Karamellupopp er fullkomin blanda af sætu og söltu og passar sérlega vel með súkkulaði og pretzel. Þessar fljótlegu heimagerðu súkkulaðiplötur eru tilvaldar fyrir hrekkjavöku, og það er auðvelt að bæta við hvítu súkkulaði og augum til að gera litla drauga!

 300 g dökkt súkkulaði
 100 g hvítt súkkulaði
 2 dl Werther´s Original karamellupopp
 1 dl pretzel
 Nammiaugu til að skreyta
1

Byrjið á því að skera karamellupoppið og pretzel í minni bita.

2

Bræðið dökkt súkkulað yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni þar til það er alveg fljótandi. Hellið því jafnt á bökunarpappír á bökunarplötu og sléttið út með spaða þannig að þykktin verði jöfn, u.þ.b. ½ cm

3

Dreifið poppinu og pretzel yfir súkkulaðið á meðan það er enn heitt, þannig að allt festist vel. Pressið létt niður ef þörf er á.

4

Búið til drauga eða aðrar fígúrur úr hvíta súkkulaðinu og setjið nammi augun þar sem þið viljið staðsetja augun.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size