fbpx

Hrekkjavöku kokteill – Brómberja Margarita

Hvernig væri að skála um helgina í ljúffengum kokteil í tilefni hrekkjavökunnar? Kokteillinn samanstendur af Cointreau, Mezcal, brómberjum, timían, lime og sírópi og bragðast ótrúlega vel. Brómberin gera kokteilinn sérlega ferskan en gefa honum einnig drungalegt yfirbragð sem á vel við á hrekkjavökunni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Einn kokteill
 6 stk Brómber
 2 stk Fersk timían strá
 2 cl safi úr lime
 2 cl sykursýróp
 2 cl Cointreau
 5 cl Mezcal
Skraut á glas
 1 tsk sjávarsalt
 1 tsk skógarberjate
Sykursýróp
 200 g sykur
 200 ml vatn

Leiðbeiningar

1

Setjið brómberin í glas ásamt timjan, lime og sykursírópi. Merjið vel saman með morteli.

2

Hellið Cointreau og Mezcal út í.

3

Blandið saman skógarberjate og sjávarsalti í skál. Merjið saman með morteli.

4

Dreifið saltblöndunni á disk og sykursírópi í annan disk. Dýfið brúninni á fallegu glasi öfugu ofan í sykursírópið. Því næst dýfið þið glasinu í saltblönduna og þekjið brúnina.

5

Setjið klaka í glasið, hellið vökvanum í gegnum sigti og njótið.


Uppskrift eftir Hildi Rut á trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Einn kokteill
 6 stk Brómber
 2 stk Fersk timían strá
 2 cl safi úr lime
 2 cl sykursýróp
 2 cl Cointreau
 5 cl Mezcal
Skraut á glas
 1 tsk sjávarsalt
 1 tsk skógarberjate
Sykursýróp
 200 g sykur
 200 ml vatn

Leiðbeiningar

1

Setjið brómberin í glas ásamt timjan, lime og sykursírópi. Merjið vel saman með morteli.

2

Hellið Cointreau og Mezcal út í.

3

Blandið saman skógarberjate og sjávarsalti í skál. Merjið saman með morteli.

4

Dreifið saltblöndunni á disk og sykursírópi í annan disk. Dýfið brúninni á fallegu glasi öfugu ofan í sykursírópið. Því næst dýfið þið glasinu í saltblönduna og þekjið brúnina.

5

Setjið klaka í glasið, hellið vökvanum í gegnum sigti og njótið.

Hrekkjavöku kokteill – Brómberja Margarita

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
MargaritaMargarita, drottning samkvæmislífsins. Þessi fyrirsögn gæti sem best átt við sjálfan kokteilinn sem hér er til umfjöllunar, enda er Margarita…
MYNDBAND
Pornstar MartiniUpplifðu suðræna bragðsprengju með þessum klassíska kokteil! Pornstar Martini með Passoã líkjöri sem sameinar ferskleika og sætleika í fullkomnu jafnvægi.