fbpx

Hrekkjavöku drauganammi

Ljúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Súkkulaðinu sjálfu er skipt í ójafna parta en það er gert til að endurspegla misréttið sem á sér stað við framleiðslu kakóbauna sem er svo algengt í dag. Markmiðið hjá Tony’s er að framleiða gæða súkkulaði algerlega án þrælkunar.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 8 dl Rice krispies
 2 dl síróp
 200 g hnetusmjör
 1 ½ stk Tony´s mjólkursúkkulaði (plata)
 150 g hvítt súkkulaði
 Nammi augu

Leiðbeiningar

1

Bræðið hnetusmjör og síróp í potti og blandið saman.

2

Hrærið rice krispies saman við. Bætið við rice krispies ef ykkur finnst blandan of blaut.

3

Dreifið blöndunni í skúffukökuform eða eldfast mót. Mæli með að setja smjörpappír undir. Geymið inn í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið.

4

Bræðið Tony’s mjólkursúkkulaðið og hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði í sitthvorri skálinni

5

Dreifið mjólkursúkkulaðinu jafnt yfir rice krispies.

6

Búið til drauga úr hvíta súkkulaðinu. Notið tannstöngla til að mynda draugana og setjið nammi augun þar sem þið viljið staðsetja augun. Kælið í fyrstinum í klukkustund.

7

Skerið í bita og geymið í frystinum.


DeilaTístaVista

Hráefni

 8 dl Rice krispies
 2 dl síróp
 200 g hnetusmjör
 1 ½ stk Tony´s mjólkursúkkulaði (plata)
 150 g hvítt súkkulaði
 Nammi augu

Leiðbeiningar

1

Bræðið hnetusmjör og síróp í potti og blandið saman.

2

Hrærið rice krispies saman við. Bætið við rice krispies ef ykkur finnst blandan of blaut.

3

Dreifið blöndunni í skúffukökuform eða eldfast mót. Mæli með að setja smjörpappír undir. Geymið inn í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið.

4

Bræðið Tony’s mjólkursúkkulaðið og hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði í sitthvorri skálinni

5

Dreifið mjólkursúkkulaðinu jafnt yfir rice krispies.

6

Búið til drauga úr hvíta súkkulaðinu. Notið tannstöngla til að mynda draugana og setjið nammi augun þar sem þið viljið staðsetja augun. Kælið í fyrstinum í klukkustund.

7

Skerið í bita og geymið í frystinum.

Hrekkjavöku drauganammi

Aðrar spennandi uppskriftir