Vegan og lífræn hrákaka.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og vinnið þar til gott deig myndast. Setjið bökunarpappír í ferkantað mót eða kringlótt ef þið eigið ekki passlega stærð. Þjappið deiginu í formið og setjið í kæli eða frysti á meðan þið græjið rest.
Setjið öll innihaldsefni í pott og hleypið upp suðu, leyfið blöndunni að malla við suðu og sjóðið niður þar til karamellan fer að þykkjast vel.
Blandið öllu saman í skál nema kínóa púffi. Setjið kínóað í skál og hellið blöndunni yfir og hrærið vel saman.
Brjótið súkkulaði í bita, setjið kókosolíu saman við og bræðið saman yfir vatnsbaði eða í örbylgju.
Takið botninn úr ísskápnum, dreifið vel af karamellunni yfir botninn. Setjið það magn af kínóablöndunni sem þið teljið passlegt yfir, ég hafði lagið aðeins of þykkt og myndi hafa það aðeins þynnra næst.
Setjið aftur karamellu yfir kínóað og toppið með öðru lagi af kínóablöndu. Setjið aðeins meiri karamellu yfir allt og smyrjið bræddu súkkulaðinu yfir allt. Setjið inn í kæli og kæli í að minnsta kosti 2 - 3 klst.
Setjið rest af karamellusósunni yfir kökuna - þetta er ríflegt magn af karamellusósu en það gerir ekkert til, hún er góð á allt og klárast fljótt.
Uppskrift eftir Völlu á grgs.is en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið öll innihaldsefni í matvinnsluvél og vinnið þar til gott deig myndast. Setjið bökunarpappír í ferkantað mót eða kringlótt ef þið eigið ekki passlega stærð. Þjappið deiginu í formið og setjið í kæli eða frysti á meðan þið græjið rest.
Setjið öll innihaldsefni í pott og hleypið upp suðu, leyfið blöndunni að malla við suðu og sjóðið niður þar til karamellan fer að þykkjast vel.
Blandið öllu saman í skál nema kínóa púffi. Setjið kínóað í skál og hellið blöndunni yfir og hrærið vel saman.
Brjótið súkkulaði í bita, setjið kókosolíu saman við og bræðið saman yfir vatnsbaði eða í örbylgju.
Takið botninn úr ísskápnum, dreifið vel af karamellunni yfir botninn. Setjið það magn af kínóablöndunni sem þið teljið passlegt yfir, ég hafði lagið aðeins of þykkt og myndi hafa það aðeins þynnra næst.
Setjið aftur karamellu yfir kínóað og toppið með öðru lagi af kínóablöndu. Setjið aðeins meiri karamellu yfir allt og smyrjið bræddu súkkulaðinu yfir allt. Setjið inn í kæli og kæli í að minnsta kosti 2 - 3 klst.
Setjið rest af karamellusósunni yfir kökuna - þetta er ríflegt magn af karamellusósu en það gerir ekkert til, hún er góð á allt og klárast fljótt.