Kókoskaka með rjómaosta- og skyrfyllingu

    

september 1, 2020

Kókoskaka með rjómaosta- og skyrfyllingu fyrir 6-8.

  • Fyrir: 6-8

Hráefni

Botn

100 g möndlumjöl

15 döðlur, mjúkar

1/2 tsk salt

2 msk möndlusmjör

Rjómaosta- og skyrfylling

200 g Philadelphia rjómaostur

500 g skyr

2 tsk hunang eða hlynsíróp

1/2 tsk vanilluduft

2 dl kókosmjöl

Súkkulaðikrem

100 g dökkt súkkulaði

fínrifinn börkur af 1 appelsínu

1 msk kókosolía

Leiðbeiningar

Botn

1Stappið mjúkum döðlunum saman við möndlumjölið og bætið salti saman við. Ef möndlunar eru ekki mjúkar getið þið hellt heitu vatni yfir þær og látið standa í smá stund. Setjið í bökunarform með smjörpappír og þrýstið niður. Bakið botninn við 200°c heitum ofni í 10 mínútur. Takið úr ofninum og setjið möndlusmjör yfir.

Rjómaosta- og skyrfylling

1Hrærið öllum hráefnunum saman í skál og setjið yfir botninn. Látið í frysti í smá stund svo hún harðni.

Súkkulaðikrem

1Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði ásamt kókosolíu og berkinum. Kælið lítillega og setjið síðan yfir kökuna.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

OREO Crumbs rjómaís með hvítu Toblerone

Oreo rjómaís fullur af stökku Oreo Crumbs og hvítu Toblerone. Þennan ís átt þú eftir að elska!

Pavlovur með Tyrkisk Peber kremi og hindberja toppi

Hér eru á ferð litlar pavlovur með Tyrkisk Peber og Toblerone kremi toppað með hindberjasósu.