Mér ber skylda að vara ykkur við þessum kúlum….. því þær eru einfaldlega ávanabindandi. Þetta eru þær allra bestu kúlur sem ég hef nokkurntíman smakkað en ég er líka veik fyrir lakkrís. Þessar urðu til í september í fyrra þegar ég var að reyna að brjóta ákveðið venjumynstur þar sem ég leitaði mikið í sykur á kvöldin. Þessar uppfylltu allar mínar óskir og fullnægðu sykurþörfinni 100%. Mögulega gerði ég þessar kúlur í hverri viku í …. segjum bara langt tímabil. Svo ef þú ert á sama stað og ég var og langar að finna hollari kost til að grípa í yfir netflix þá mæli ég með að prófa þessar. Þær slógu líka í gegn í afmælinu mínu en ég ákvað að halda lítið sykurlaust afmæli fyrir nánustu fjölskyldu og bauð uppá súrdeigsbrauð & álegg, fullt af ávöxtum og nokkrar tegundir af svona hollustu nammikúlum. Það besta var mögulega að krakkarnir fengu að njóta allra veitinganna og öllum leið vel á eftir.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að setja möndlur og kasjúhnetur í matvinnsluvél og malið í smátt kurl.
Bætið lakkrísdufti, rifnum sítrónuberki og salti útí og blandið aftur.
Steinhreinsið döðlurnar og setjið útí ásamt möndlusmjörinu og blandið enn meira.
Rúllið upp í passlega stórar kúlur og veltið uppúr lakkrísdufti.
Geymist í frysti.
Algengasta spurningin sem ég fæ þegar þessar kúlur eru á annað borð er hvar fæ ég lakkrísduftið? Ég hef keypt frá svíþjóð en það er hægt að fá lakkrísduft í Epal frá merkinu Johan Bülow og jurtaapotekið er líka með lakkrísduft, einhverjir hafa líka fundið lakkrísduft í tiger eða söstrene grene, þó ekki alltaf til.
Verði ykkur að góðu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að setja möndlur og kasjúhnetur í matvinnsluvél og malið í smátt kurl.
Bætið lakkrísdufti, rifnum sítrónuberki og salti útí og blandið aftur.
Steinhreinsið döðlurnar og setjið útí ásamt möndlusmjörinu og blandið enn meira.
Rúllið upp í passlega stórar kúlur og veltið uppúr lakkrísdufti.
Geymist í frysti.
Algengasta spurningin sem ég fæ þegar þessar kúlur eru á annað borð er hvar fæ ég lakkrísduftið? Ég hef keypt frá svíþjóð en það er hægt að fá lakkrísduft í Epal frá merkinu Johan Bülow og jurtaapotekið er líka með lakkrísduft, einhverjir hafa líka fundið lakkrísduft í tiger eða söstrene grene, þó ekki alltaf til.
Verði ykkur að góðu.