fbpx

Hnetusmjörsklattar með dökku súkkulaði

Þessir klattar eru alveg ótrúlega bragðgóðir, einfaldir og fljótlegir. Allt í einni skál, óþarfi að kæla deigið og baksturstíminn er stuttur. Þeir eru vegan og henta því öllum sem forðast dýraafurðir og þeim sem eru annað hvort með mjólkur- eða eggjaofnæmi. Bragðlausa kókosolían frá Rapunzel er ótrúlega fjölhæf og hentar jafn vel í bakstur, hvort sem er smákökur eða annað bakkelsi, hvet ykkur til að prófa hana næst þegar á að baka eitthvað gómsætt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 220 g gróft lífrænt hnetusmjör frá Rapunzel
 90 g bragðlaus kókosolía frá Rapunzel
 100 g Cristallino hrásykur
 90 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 140 ml Oatly iKaffe haframjólk
 200 g hveiti
 1 tsk matarsódi
 ¼ tsk sjávarsalt
 160 g 70% súkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 170°C blástur. Saxið súkkulaðið og klæðið 2 bökunarplötur með bökunarpappír.

2

Setjið hnetusmjör og kókosolíu í skál og pískið saman. Bætið sykur, vanilludropum og haframjólkinni saman við og hrærið.

3

Sigtið hveitið, matarsódann og saltið yfir og skiptið yfir í sleif og hrærið saman þar til deigið verður samfellt. Setjið þá súkkulaðið saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

4

Setjið deigið á plötuna með ískúlu skeið eða 2 matskeiðum. Bakið klattana í ca. 10 mín, fylgist samt vel með, ofnar geta verið mjög misjafnir.

5

Ég fékk ca. 30 klatta úr uppskriftinni og þeir þola vel að vera settir í frysti.


Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.

Matreiðsla, MatargerðMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 220 g gróft lífrænt hnetusmjör frá Rapunzel
 90 g bragðlaus kókosolía frá Rapunzel
 100 g Cristallino hrásykur
 90 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 140 ml Oatly iKaffe haframjólk
 200 g hveiti
 1 tsk matarsódi
 ¼ tsk sjávarsalt
 160 g 70% súkkulaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 170°C blástur. Saxið súkkulaðið og klæðið 2 bökunarplötur með bökunarpappír.

2

Setjið hnetusmjör og kókosolíu í skál og pískið saman. Bætið sykur, vanilludropum og haframjólkinni saman við og hrærið.

3

Sigtið hveitið, matarsódann og saltið yfir og skiptið yfir í sleif og hrærið saman þar til deigið verður samfellt. Setjið þá súkkulaðið saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

4

Setjið deigið á plötuna með ískúlu skeið eða 2 matskeiðum. Bakið klattana í ca. 10 mín, fylgist samt vel með, ofnar geta verið mjög misjafnir.

5

Ég fékk ca. 30 klatta úr uppskriftinni og þeir þola vel að vera settir í frysti.

Hnetusmjörsklattar með dökku súkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir