Print Options:








Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaði

Magn1 skammtur

Við höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá.

 3/4 bolli bragðlaus kókosolía frá Rapunzel
 3/4 bolli rapadura hrásykur frá Rapunzel
 1/2 tsk lífrænt vanilluduft
 1 bolli lífrænt hveiti
 1/2 bolli hafrar fínir frá Rapunzel
 1/2 bolli hafrar grófir frá Rapunzel
 1 tsk matarsódi
 1/2 tsk sjávarsalt
 2 stk karamellusúkkulaði frá Rapunzel
1

Bræðið kókosolíuna yfir vægum hita í meðalstórum potti. Bætið við hrásykri og vanillu og hrærið.

2

Setjið hveiti, haframjöl, salt og matarsóda út í pottinn og hrærið með sleif þar til deigið er samfellt.

3

Saxið súkkulaðið smátt.

4

Setjið bökunarpappír í 20x20cm form og dreifið helmingnum af deiginu í botninn. Þjappið aðeins. Dreifið súkkulaðinu jafnt yfir og setjið svo hinn helminginn af deiginu yfir.

5

Bakið í 25 mín. Kælið alveg áður en kakan er skorin í bita.