fbpx

Himnesk heimagerð möndlu croissant

Möndlucroissant er með því besta sem ég fæ. Þegar ég panta mér eitthvað með kaffinu í París verða slík croissant yfirleitt fyrst fyrir valinu. Hér á landi eru örfá bakarí sem bjóða upp á þau en það er ekki alltaf hægt að ganga að þeim vísum svo ég hef lengi ætlað mér að prófa að útbúa þau heima. Þessi uppskrift er algerlega fullkomin en ég tók smá áhættu með því að bæta möndlu tonka smyrjunni frá Rapunzel í fyllinguna en almáttugur hvað það færði hornin upp á annað stig! Hornin sjálf keypti ég í Costco á fínu verði og því er alger lágmarks vinna á bakvið þennan bakstur. Ef þið eruð eitthvað lík mér þegar kemur að frönsku bakkelsi þá verðið þið að prófa þessi!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Möndlu croissant
 6 stk dagsgömul croissant, ég notaði frá Costco
 Möndlusíróp, uppskrift fylgir
 Frangipane – möndlufylling, uppskrift fylgir
 Möndluflögur, magn eftir smekk
 Flórsykur, magn eftir smekk
Möndlusíróp
 3 msk sykursíróp (1 dl vatn + 1 dl sykur soðið saman þar til sykurinn er uppleystur)
 1 tsk möndludropar
Frangipane möndlufylling
 75 g mjúkt smjör
 100 g sykur
 65 g möndlu Tonka smyrja frá Rapunzel
 ¼ tsk sjávarsalt
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk möndludropar
 1 stk egg
 100 g möndlumjöl
 2 msk rjómi

Leiðbeiningar

1

Útbúið sykursírópið með því að sjóða saman 1 dl sykur og 1 dl vatn. Sírópið er tilbúið þegar sykurinn er uppleystur. Setjið til hliðar.

2

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og skerið hornin í tvennt og leggið á plötuna með sárið upp.

3

Útbúið möndlufyllinguna: Þeytið saman smjöri, sykri og möndlusmyrjunni þar til blandan er orðin létt og ljós.

4

Bætið þá við salti, vanillu- og möndludropum og eggi. Þeytið áfram þar til allt er vel blandað saman. Bætið þá við möndlumjöli og rjóma og þeytið bara rétt þannig að blandan er vel samlöguð.

5

Hitið ofninn í 175°C blástur.

Blandið 3 msk. af sykursírópi og 1 tsk. af möndludropum saman í skál og penslið hornin að innan með blöndunni, bæði lok og botn.

Bakið hornin í 5 mín og takið þau svo út.

6

Setjið 2 vænar matskeiðar af möndlufyllingunni ofan á hvern botn og smyrjið aðeins út.

Setjið þá lokið yfir og smyrjið hornin að ofan með fyllingunni og stráið möndluflögum yfir. Ég notaði ca. 50g af möndluflögum en magnið fer bara eftir smekk.

7

Bakið í ofninum í 18 mín eða þar til þau eru orðin vel bökuð og möndluflögurnar fallega gylltar.

Takið hornin þá út og leyfið mesta hitanum að rjúka úr þeim áður en þið dustið flórsykri yfir.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

Matreiðsla, , MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Möndlu croissant
 6 stk dagsgömul croissant, ég notaði frá Costco
 Möndlusíróp, uppskrift fylgir
 Frangipane – möndlufylling, uppskrift fylgir
 Möndluflögur, magn eftir smekk
 Flórsykur, magn eftir smekk
Möndlusíróp
 3 msk sykursíróp (1 dl vatn + 1 dl sykur soðið saman þar til sykurinn er uppleystur)
 1 tsk möndludropar
Frangipane möndlufylling
 75 g mjúkt smjör
 100 g sykur
 65 g möndlu Tonka smyrja frá Rapunzel
 ¼ tsk sjávarsalt
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk möndludropar
 1 stk egg
 100 g möndlumjöl
 2 msk rjómi

Leiðbeiningar

1

Útbúið sykursírópið með því að sjóða saman 1 dl sykur og 1 dl vatn. Sírópið er tilbúið þegar sykurinn er uppleystur. Setjið til hliðar.

2

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og skerið hornin í tvennt og leggið á plötuna með sárið upp.

3

Útbúið möndlufyllinguna: Þeytið saman smjöri, sykri og möndlusmyrjunni þar til blandan er orðin létt og ljós.

4

Bætið þá við salti, vanillu- og möndludropum og eggi. Þeytið áfram þar til allt er vel blandað saman. Bætið þá við möndlumjöli og rjóma og þeytið bara rétt þannig að blandan er vel samlöguð.

5

Hitið ofninn í 175°C blástur.

Blandið 3 msk. af sykursírópi og 1 tsk. af möndludropum saman í skál og penslið hornin að innan með blöndunni, bæði lok og botn.

Bakið hornin í 5 mín og takið þau svo út.

6

Setjið 2 vænar matskeiðar af möndlufyllingunni ofan á hvern botn og smyrjið aðeins út.

Setjið þá lokið yfir og smyrjið hornin að ofan með fyllingunni og stráið möndluflögum yfir. Ég notaði ca. 50g af möndluflögum en magnið fer bara eftir smekk.

7

Bakið í ofninum í 18 mín eða þar til þau eru orðin vel bökuð og möndluflögurnar fallega gylltar.

Takið hornin þá út og leyfið mesta hitanum að rjúka úr þeim áður en þið dustið flórsykri yfir.

Himnesk heimagerð möndlu croissant

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
KjúklingabaunasalatKjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði…
MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…