fbpx

Heslihnetumjólk með súkkulaðibragði

Fyrir heslihnetu- og súkkulaðiunnendur þá er þessi mjólk the “real deal” og ég get sagt ykkur að ég vann mér inn þónokkur rokkstig hjá 7 ára stráknum mínum fyrir að vippa fram kakómjólk handa honum uppúr þurru. Mjólkin er með ríkulegt kakóbragð en heslihnetubragðið nær samt í gegn sem ég fíla. Við mælum með að prófa þessa hollu útgáfu af kakómjólk sem er laus við sykur og aukaefni og er þar að auki nærandi að saðsöm. Mjólkin er góð ein og sér en líka góð sem grunnur í súkkulaðichiagraut, út í smoothie eða út í t.d. piparmyntute.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 g heslihnetur, 1 poki frá Rapunzel
 ¾ dl kasjúhnetur, ég nota frá Rapunzel
 3 stk ferskar stórar medjool döðlur, ef þú átt ekki medjool getur þú nota c.a 6 litlar ferskar.
 3 msk kakóduft
 1 l vatn
 hnífsoddur salt

Leiðbeiningar

1

Hneturnar eru lagðar í bleyti í c.a 8 tíma eða yfir nóttu.

2

Eftir að þær hafa legið í bleyti er vatninu helt af þeim og þær skolaðar.

3

Öllu eru svo komið fyrir í öflugan blandara og blandað vel.

4

Hellið mjólkinni í gegnum síjupoka til að skilja hratið frá mjólkinni. Kreystið mjólkina út í gegnum pokann.

5

Komið mjókinni fyrir í loftþéttu hreinu íláti og njótið. Mjólkin geymist í 2-3 daga.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 g heslihnetur, 1 poki frá Rapunzel
 ¾ dl kasjúhnetur, ég nota frá Rapunzel
 3 stk ferskar stórar medjool döðlur, ef þú átt ekki medjool getur þú nota c.a 6 litlar ferskar.
 3 msk kakóduft
 1 l vatn
 hnífsoddur salt

Leiðbeiningar

1

Hneturnar eru lagðar í bleyti í c.a 8 tíma eða yfir nóttu.

2

Eftir að þær hafa legið í bleyti er vatninu helt af þeim og þær skolaðar.

3

Öllu eru svo komið fyrir í öflugan blandara og blandað vel.

4

Hellið mjólkinni í gegnum síjupoka til að skilja hratið frá mjólkinni. Kreystið mjólkina út í gegnum pokann.

5

Komið mjókinni fyrir í loftþéttu hreinu íláti og njótið. Mjólkin geymist í 2-3 daga.

Verði ykkur að góðu.

Heslihnetumjólk með súkkulaðibragði

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Bleikur engifer chaga latteBleikur október stendur yfir en bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja…