Heslihnetu Pavlova uppskrift • Gerum daginn girnilegan

Heslihnetu Pavlova

  ,   

nóvember 12, 2019

Pavlova með heslihnetusúkkulaðifyllingu og hlynsírópi.

Hráefni

Pavlova

6 eggjahvítur

300 g sykur

½ tsk salt

1 ½ tsk borðedik

½ tsk vanilludropar

Fylling

1 ½ dl rjómi, þeyttur

1 dl rjómi

150 g Fazer Geisha súkkulaði

100 g brómber

½ dl Rapunzel hlynsíróp

50 g Rapunzel 70% súkkulaði

Fíkjur

Leiðbeiningar

Pavlova

1Stífþeytið eggjahvítur, sykur og salt.

2Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marengsinn er orðinn stífur.

3Smyrjið marengsinn á smjörpappír og myndið skál.

4Bakið á blæstri við 100°C í 90 mínútur.

Fylling

1Bræðið Geisha súkkulaðið og óþeytta rjómann saman og látið kólna.

2Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við þeytta rjómann og kælið.

3Setjið súkkulaði-rjómablönduna ofan í marengsskálina.

4Hellið hlynsírópi yfir brómberin og setjið ofan á blönduna.

5Skreytið með fíkjum og rifnu, Rapunzel súkkulaði.

00:00