Heslihnetu Pavlova

  ,   

nóvember 12, 2019

Pavlova með heslihnetusúkkulaðifyllingu og hlynsírópi.

Hráefni

Pavlova

6 eggjahvítur

300 g sykur

½ tsk salt

1 ½ tsk borðedik

½ tsk vanilludropar

Fylling

1 ½ dl rjómi, þeyttur

1 dl rjómi

150 g Fazer Geisha súkkulaði

100 g brómber

½ dl Rapunzel hlynsíróp

50 g Rapunzel 70% súkkulaði

Fíkjur

Leiðbeiningar

Pavlova

1Stífþeytið eggjahvítur, sykur og salt.

2Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marengsinn er orðinn stífur.

3Smyrjið marengsinn á smjörpappír og myndið skál.

4Bakið á blæstri við 100°C í 90 mínútur.

Fylling

1Bræðið Geisha súkkulaðið og óþeytta rjómann saman og látið kólna.

2Blandið súkkulaðiblöndunni varlega saman við þeytta rjómann og kælið.

3Setjið súkkulaði-rjómablönduna ofan í marengsskálina.

4Hellið hlynsírópi yfir brómberin og setjið ofan á blönduna.

5Skreytið með fíkjum og rifnu, Rapunzel súkkulaði.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Eplabaka með Dumle karamellum

Hér eru það Dumle karamellurnar sem setja punktinn yfir i-ið og gera eplabökuna svo einstaklega bragðgóða.

Bökuð Brownie Turtle ostakaka

Afar einföld brownie ostakaka sem er best köld

Einföld appelsínukaka

Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk.