Heitur Parma-Brie með pekanhnetu- og vínberjasalati

  , ,

mars 27, 2020

Fljótlegur og einfaldur réttur sem er tilvalin sem forréttur eða snarl.

Hráefni

16 sneiðar parmaskinka, t.d. Gran Brianza Prosciutto Di Parma

2 x 100 g brie ostur

1 poki blandað salat

60 g pekanhnetur

20 græn vínber, skorin langsum

2 msk balsamik edik frá Filippo Berio

2 msk sýróp

Leiðbeiningar

1Þurristið hneturnar á pönnu. Gott er að nota vægan hita, hneturnar eiga að taka lit en ekki brenna.

2Skerið hvorn ost í 2 hluta. Vefjið parmaskinku sneiðunum þétt utanum hvert oststykki.

3Steikið parmaostinn á þurri og vel heitri pönnu. Snúið bitunum reglulega á pönnunni og steikið í um 6 mínútur alls

4Hrærið balsamik ediki og sírópi saman.

5Skiptið salatblöndunni á 4 diska, látið pekanhnetur og vínber yfir salatið og síðan parmaostinn. Dreypið balsamiksýrópinu yfir allt.

Uppskrift frá GRGS.is.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Geggjaðar brunchlokur

Týpísk og klassísk innihaldsefni sem einfaldlega klikkar ekki, egg, beikon, cheddar ostur og silkimjúkt graslauksmajónes sem toppar þetta allt svo bragðlaukarnir dansa af gleði.

Dásamlega fyllt baguette brauð

Tilvalið að bera fram í veislum.

Grísk jógúrtskál með kókos

Girnileg grísk jógúrt með kókos.