Það er fátt sem toppar heita brauðrétti í veislum. Þeir eru sívinsælir og oft það fyrsta sem klárast því allir þá elska. Fermingar eru framundan og heitir réttir sniðugir í slíkar veislur og hér kemur einn sem sló heldur betur í gegn, bæði hjá ungum sem öldnum.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Penslið tvö eldföst mót að innan með ólífuolíu/smjöri.
Skerið skorpuna af brauðinu og rífið niður í bita yfir botninn á hvoru formi.
Skerið paprikuna smátt og steikið upp úr ólífuolíu, saltið og piprið eftir smekk.
Hellið helming rjómans á pönnuna, rífið báða kryddostana út í og blandið rjómaostinum líka saman við.
Hrærið þar til ostar hafa bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum á pönnuna og hrærið vel.
Skerið skinkuna niður og dreifið yfir brauðið í forminu ásamt pepperoni.
Hellið sósunni jafnt yfir brauðblönduna í hvoru formi fyrir sig, toppið með rifnum osti og bakið í 20 mínútur.
Takið þá út, myljið snakkið gróft yfir og hitið í um 5 mínútur til viðbótar.
Uppskrift dugar í 2 frekar grunn föt/mót
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Penslið tvö eldföst mót að innan með ólífuolíu/smjöri.
Skerið skorpuna af brauðinu og rífið niður í bita yfir botninn á hvoru formi.
Skerið paprikuna smátt og steikið upp úr ólífuolíu, saltið og piprið eftir smekk.
Hellið helming rjómans á pönnuna, rífið báða kryddostana út í og blandið rjómaostinum líka saman við.
Hrærið þar til ostar hafa bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum á pönnuna og hrærið vel.
Skerið skinkuna niður og dreifið yfir brauðið í forminu ásamt pepperoni.
Hellið sósunni jafnt yfir brauðblönduna í hvoru formi fyrir sig, toppið með rifnum osti og bakið í 20 mínútur.
Takið þá út, myljið snakkið gróft yfir og hitið í um 5 mínútur til viðbótar.
Uppskrift dugar í 2 frekar grunn föt/mót