fbpx

Heitt rúllutertubrauð

Al-íslensk rúlluterta sem er komin á næsta stig.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 g sveppir, skornir í sneiðar
 1 bolli brokkolí, skorið í bita
 3 stk hvítlauksgeirar, pressaðir
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 3 dl rjómi
 200 g Philadelphia rjómaostur
 2 stk hvítlauksostar, skornir í litla bita
 2 stk Oscar grænmetiskraftur
 200 g pepperoni, skorið í bita
 1 stk blaðlaukur, saxaður
 200 g mozzarellaostur, rifinn
 2 msk Heinz majónes
 1 stk Rúllutertubrauð
 Paprikuduft

Leiðbeiningar

1

Hitið olíuna á pönnu, steikið sveppina, bætið pressuðum hvítlauk út á og kryddið með salti og pipar.

2

Setjið næst brokkolí bita og saxaðan blaðlauk saman við og steikið.

3

Bætið rjóma út á ásamt grænmetiskrafti og rjómaosti.

4

Látið suðuna koma upp, lækkið þá hitann og bætið hvítlauksostinum saman við.

5

Hrærið á milli og látið ostinn bráðna.

6

Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp. Smyrjið brauðrúlluna með majónesi og stráið rifnum osti yfir ásamt paprikudufti.

7

Hitið í ofni við 180°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 g sveppir, skornir í sneiðar
 1 bolli brokkolí, skorið í bita
 3 stk hvítlauksgeirar, pressaðir
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 3 dl rjómi
 200 g Philadelphia rjómaostur
 2 stk hvítlauksostar, skornir í litla bita
 2 stk Oscar grænmetiskraftur
 200 g pepperoni, skorið í bita
 1 stk blaðlaukur, saxaður
 200 g mozzarellaostur, rifinn
 2 msk Heinz majónes
 1 stk Rúllutertubrauð
 Paprikuduft

Leiðbeiningar

1

Hitið olíuna á pönnu, steikið sveppina, bætið pressuðum hvítlauk út á og kryddið með salti og pipar.

2

Setjið næst brokkolí bita og saxaðan blaðlauk saman við og steikið.

3

Bætið rjóma út á ásamt grænmetiskrafti og rjómaosti.

4

Látið suðuna koma upp, lækkið þá hitann og bætið hvítlauksostinum saman við.

5

Hrærið á milli og látið ostinn bráðna.

6

Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp. Smyrjið brauðrúlluna með majónesi og stráið rifnum osti yfir ásamt paprikudufti.

7

Hitið í ofni við 180°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.

Heitt rúllutertubrauð

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
KjúklingabaunasalatKjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði…
MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…