Svakalega góð og passar sérlega vel með köldum drykk og tortillaflögum í sólinni eða sem snarl á kósýkvöldi.

Uppskrift
Hráefni
Ostaídýfa
200 g Philadelphia rjómaostur með graslauk
1½ dl sýrður rjómi
3 dl rifinn cheddar ostur
½ dl rifinn parmigiano reggiano
1 dl smátt skorinn jalapeno (eða minna ef þið viljið ekki sterkt)
Toppa með
35 g smör
½ dl rifinn parmigiano reggiano
⅔ dl panko raspur
Steinselja smátt skorin
Berið fram með
Tortillaflögur með ostabragði frá Maarud
Leiðbeiningar
1
Blandið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, cheddar osti, parmigiano og jalapeno. Dreifið blöndunni í eldfast mót eða steypu járnspönnu.
2
Bræðið smjör í potti, bætið parmigiano og raspi saman við og hrærið vel saman.
3
Dreifið raspinum yfir ídýfuna og bakið í ofni við 190°C á blæstri í 20 mínútur eða þar til ídýfan er orðin gyllt og stökk. Það er einnig mjög gott að grilla ídýfuna.
4
Dreifið steinseljunni yfir í lokin og berið fram með tortillaflögum.
Uppskrift frá Hildi Rut.
Hráefni
Ostaídýfa
200 g Philadelphia rjómaostur með graslauk
1½ dl sýrður rjómi
3 dl rifinn cheddar ostur
½ dl rifinn parmigiano reggiano
1 dl smátt skorinn jalapeno (eða minna ef þið viljið ekki sterkt)
Toppa með
35 g smör
½ dl rifinn parmigiano reggiano
⅔ dl panko raspur
Steinselja smátt skorin
Berið fram með
Tortillaflögur með ostabragði frá Maarud