Skólastjórasúpan svokallaða sem allir elska og einfalt er að gera.
Hitið olíuna í potti. Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið upp úr olíunni.
Kryddið með salti, pipar og karrýdufti.
Setjið þá grænmetið út í ásamt vatninu.
Bætið Heinz chilisósu, rjómaosti og rjóma saman við.
Látið malla í 15-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
Berið fram með baguette brauði eða snakki.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki