Print Options:








Heimsins besta Sloppy Joe!

Magn1 skammtur

Æðislegur helgarmatur með bragðgóðri kjötsósu.

 3 msk smjör
 ½ bolli laukur, fínhakkaður
 1 rauð paprika
 1½ tsk hvítaukur, fínhakkaður
 450 g nautahakk
 2½ msk púðursykur
 2 msk Dijon sinnep
 2 msk Heinz Worcestershire sósa
 1 msk chili krydd (þið getið byrjað á hálfri msk og smakkað ykkur áfram)
 1 tsk reykt paprikukrydd
 1 bolli Heinz tómatsósa
 ⅓ bolli eplaedik
 salt og pipar
 hamborgarabrauð til að bera réttinn fram í
1

Bræðið smjör á pönnu við miðlungsháan hita. Þegar smjörið hefur bráðnað er laukurinn settur á pönnuna og látinn mýkjast. Bætið papriku og hvítlauk á pönnuna og steikið í 1 mínútu (hrærið aðeins í á meðan). Bætið nautahakkinu á pönnuna og látið það brúnast aðeins (það tekur um 3 mínútur). Bætið púðursykri, worcestershire sósu, chilikryddi og reyktu paprikukryddi á pönnuna. Hrærið í og látið steikjast í hálfa mínútu, bætið þá tómatsósu og eplaediki út í. Látið sjóða saman í 5 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Það má þá bera réttinn fram en því lengur sem hann fær að sjóða því betri verður rétturinn. Best er að leyfa honum að sjóða við vægan hita í klukkustund.

2

3

Smyrjið hamborgarabrauð með smjöri og hitið í ofni þar til brauðin hafa fengið stökka skorpu en eru mjúk að innan. Fyllið hamborgarabrauðin með nautahakkinu og berið fram.