Heimsins besta gulrótarkaka

Lungnamjúk og með rjómaostaglassúr sem setur punktinn yfir i-ið á þessari annars frábæru köku.

 3 dl olía
 3 dl hrásykur (eða púðusykur)
 4 egg
 6 dl hveiti
 2 tsk matarsódi
 1 msk kanill
 1/2 tsk salt
 50 g valhnetur, saxaðar
 300 g gulrætur, rifnar gulrætur
Rjómaostaglassúr
 50 g smjör, mjúkt
 200 g rjómaostur, t.d. frá Philadelphia
 150 g flórsykur
 1 tsk vanillusykur

1

Hrærið olíu og hrásykri vel saman.

2

Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel saman.

3

Sigtið þurrefni í skál og hellið síðan saman við eggjablönduna.

4

Bætið að lokum valhnetum og rifnum gulrótum saman við.

5

Setjið í smurt bökunarform (t.d. 26cm) og bakið við 175°c heitum ofni í um 40-45 mínútur. Stingið prjóni í kökuna til að kanna hvort hún sé ekki örugglega tilbúin. Takið úr ofni og kælið.

6

Gerið rjómaostaglassúrinn með því að hræra smjöri og rjómaosti vel saman. Bætið síðan flórsykri og vanillusykri saman við og hrærið vel. Setjið á kökuna og njótið vel.